Landgræðslustjóri ræðir drög að nýrri landgræðsluáætlun
Árni Bragason landgræðslustjóri er viðmælalandi Áskels Þórissonar í nýjum hlaðvarpsþætti Landgræðslunnar sem er að finna í Hlöðunni, hlaðvarpi Bændablaðsins. Í þættinum ræða þeir drög að nýrri landgræðsluáætlun.
Meginmarkmið landgræðsluáætlunar lúta að vernd og endurheimt vistkerfa, vernd kolefnisríks jarðvegs, samdrætti í losun gróðurhúsalofttegunda frá landi og bindingu kolefnis í jarðvegi og gróðri samhliða því að efla líffræðilega fjölbreytni. Áætlunin setur fram sýn um hvað leggja skal til grundvallar fyrir landgræðslustarfið. Jafnframt er fjallað um hvernig má auka þanþol og viðnámsþrótt vistkerfa og nýta land á sjálfbæran hátt, í takt við vistgetu þess.
Óskað er eftir umsögnum um drögin og er umsagnarfrestur til og með 14. júní. Áhugasamir geta skoðað landgræðsluáætlunina sem er á vefsíðu Landgræðslunnar.