MS heiðraði sjö starfsmenn
Sjö starfsmönnum MS á Selfossi var veitt starfsaldursviðurkenning á dögunum fyrir farsæl og góð störf í þágu mjólkurvinnslunnar.
Sigþór Magnússon, Guðrún Arna Sigurðardóttir, Jón Guðlaugsson og Kristinn Scheving fengu öll viðurkenningu fyrir tíu ára starf en þau eru öll bílstjórar hjá MS. Miroslav Jozef Zielke verkamaður fékk 20 ára viðurkenningu og Charlotte S. Nilsen mjólkurfæðingur og starfsmaður á rannsóknarstofu fékk viðurkenningu fyrir 30 ára starf.
Loks fékk Ólafur Einarsson, verkstjóri og starfsmaður innkaupadeildar, viðurkenningu fyrir 40 ára starf, en þess má geta að faðir hans, Einar Jörgen Hansson, vann í 56 ár í búinu á Selfossi en hann lést 21. desember 2023. Samhliða starfsaldurviðurkenningunum var Guðmundi Inga Sumarliðasyni þakkað fyrir farsæl störf í búinu á Selfossi síðustu 10 ár en hann var að láta af störfum.