Óánægja með fé til tengivega
Umhverfis- og samgöngunefnd Sveitarfélagsins Skagafjarðar hefur lýst yfir óánægju sinni með hversu litlu framkvæmdafé er varið til Skagafjarðar og norðvestursvæðis þegar kemur að framkvæmdafé til vegagerðar.
Málið var til umfjöllunar á fundi nefndarinnar og kynnti sviðsstjóri upplýsingar úr samgönguáætlun um fjárveitingar til tengivega fyrir árin 2020 til 2024.
Áætlunin er til á landsvísu og er fjármagn í málaflokkinn um 1 milljón króna á ári, þar af er um 40% ætluð á norðursvæði. Samkvæmt svari Vegagerðarinnar þá liggja áætlanir um fjárveitingar í einstaka tengivegi ekki fyrir.
Fjárveitingar til stærri tengivega í Skagafirði (Hegranesvegur, Sæmundarhlíð) eru ekki í sjónmáli á næstu árum nema sérstakt átak komi til samkvæmt svari Vegagerðarinnar. Nefndin lýsir óánægju með hversu litlu framkvæmdafé er varið til Skagafjarðar og norðvestursvæðis. /MÞÞ