Riðuveiki mikið áfall fyrir bændur
Riðuveiki hefur verið staðfest í Tröllaskagahólfi. Matvælastofnun vinnur nú að öflun upplýsinga og undirbúningi aðgerða.
Guðfinna Harpa Árnadóttir, formaður Landssambands sauðfjárbænda og bóndi á Straumi, segir að fréttirnar af riðunni hræðilegar og að hugur allra í stjórn Landsambandsins og örugglega allra bænda á landinu sé hjá bændunum sem lenda í þessu áfalli.
Skorið niður þar sem smit greinist
„Í raun er það í höndum Mast hvernig brugðist verður við og þeirra að skipuleggja næst aðgerðir sem eru væntanlega að skera niður allt fé á þeim bæjum sem smit greinist á.
Samkvæmt búvörusamningi fá bændurnir bætur samkvæmt reglugerð sem landbúnaðarráðuneytið greiðir.“
Allt fé urðað
„Samkvæmt lögum er allt fé á bæjum þar sem riða greinist urðað en ekki er talin að hætta stafi frá afurðum að bæjunum frá því í haust þrátt smit núna.“
Guðfinna segir misjafnt milli tilfella hversu langt þarf að líða frá því að skorið er niður og þar til að hefja má sauðfjárrækt aftur. „Yfirleitt er það tvö ár en komi upp sérstakar aðstæður getur það verið þrjú ár.“