Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Þjóðareignarhremmingar
Skoðun 10. janúar 2020

Þjóðareignarhremmingar

Höfundur: Hörður Kristjánsson
Kort Hafrannsóknastofnunar af veiðum fiskiskipa á miðunum hringinn í kringum landið segir meira en mörg orð um það hvar lífsbjörg sjávarþorpanna um allt land er að finna. Með lögum um frjálst framsal aflaheimilda sem samþykkt voru á Alþingi 1990 hófust gegndarlausar eignatilfærslur frá flestum sjávarplássum landsins í hendur örfárra ofurauðmanna. Í dag ráða þeir meiru í öllum kimum þjóðfélagsins en hollt getur talist í lýðræðisríki. Það hefur áhrif á allt samfélagið, líka landbúnað. 
 
Fjálst framsal veiðiheimilda olli því að fiskveiðiheimildir heilu byggðarlaganna í formi kvóta voru seldar burt og þar með lífsbjörg íbúanna. Afleiðingin varð hrun atvinnulífs og verðfall eigna með gegndarlausri eignaupptöku þúsunda fjölskyldna um land allt. Oftar en ekki hrökklaðist þetta fólk til höfuðborgarsvæðisins í leit að lífsviðurværi. Það fékk enga styrki eða aðstoð vegna þeirra efnahagslegu hamfara sem það þurfti að ganga í gegnum. Svo kom efnahagshrunið 2008 og margt af þessu sama fólki þurfti að ganga aftur í gegnum endurteknar hörmungar Þá var oftast ekki boðið upp á annað en eignaupptöku á nýjan leik. Á sama tíma var auðmönnum, sem sumir voru beint afsprengi kvótabrasksins og meðal helstu gerenda í efnahagshruninu, boðnar afskriftir upp á milljarða króna. 
 
Svona er nú staðan varðandi sjávar­auðlindina sem allir venjulegir Íslendingar telja sameign þjóðarinnar. Þessi staða hefði aldrei komið upp ef kvótinn hefði fylgt landsvæðunum sem næst liggja miðunum á hverjum stað. Nýting miðanna hefði þá skilað sér inn í viðkomandi samfélög og hægt að nota hlutdeild af lönduðum afla í sameiginlega sjóði ríkis og sveitarfélaga. Til uppbyggingar grunnstoða í samgöngu-, heilbrigðis-, skóla- og öldrunarmálum. 
 
Því miður á þessi staða ekki bara við sjávarauðlindina. Undanfarin misseri og ár hafa Íslendingar verið minntir á að fleiri auðlindir eru að fara á sama veg. Landbúnaðarland er nú keypt upp af auðmönnum í stórum stíl sem sjá í því framtíðartækifæri til að hagnast stórlega.  
 
Það er sannarlega blóðugt að horfa upp á bændur sem varað hafa við þessari þróun vera að missa ítök á sínum bújörðum í hendur auðmanna og geta ekki borið hönd fyrir höfuð sér. Svo mikil er sú græðgi að heilu landsvæðin eru nú komin í eigu erlendra fjárfesta. Þeir vita sem er að eignarhald á landi á jarðarkringlunni er takmörkuð auðlind sem verður sífellt sjaldgæfari á markaði. Erlendis er slíkt kallað „Land Grabbing“ eða landhremmingar. 
 
Á Íslandi fylgja auk þess ýmis réttindi slíkum jörðum, eins og dýrmætt vatn og möguleg orkunýting. Fyrir þessa auðmenn  er ekki ónýtt að geta hagnýtt sér þessa kosti í skjóli löggjafarvalds sem enn hefur lítið gert til að sporna við þessari þróun. Ekki er heldur ónýtt fyrir þá að hafa nú fengið tryggingu fyrir markaðsvæðingu á orku landsins og senn kemur trygging fyrir markaðsvæðingu vatnsréttindanna. Samt situr í löggjafarhlutverkinu fólk sem kosið er til þess að verja hagsmuni almennings, en ekki til að koma eigum þjóðarinnar í hendur örfárra auðmanna. 
Hin hliðin á peningnum
Skoðun 15. ágúst 2024

Hin hliðin á peningnum

Við þekkjum öll þann einfalda veruleika að það eru tvær hliðar á hverjum peningi...

Fagfundur og afmælisráðstefna
Skoðun 11. mars 2024

Fagfundur og afmælisráðstefna

Tveir viðburðir tengdir sauðfjárrækt haldnir dagana 21. -22. mars næstkomandi.

Er framtíðin lægra verð fyrir minni gæði?
Skoðun 15. febrúar 2024

Er framtíðin lægra verð fyrir minni gæði?

Við sem neytendur gerum miklar kröfur til innlendrar matvælaframleiðslu og við t...

Heilsársvegur yfir Öxi er skynsamleg fjárfesting
Skoðun 16. nóvember 2023

Heilsársvegur yfir Öxi er skynsamleg fjárfesting

Tilhneiging stjórnmálamanna er að líta á fjármagn sem veitt er í samgöngur sem k...

Óvissutímar
Skoðun 16. nóvember 2023

Óvissutímar

Á óvissutímum með eldgos yfirvofandi, þegar þetta er skrifað, er hægt að fullyrð...

Hinn glæsilegi árangur
Skoðun 14. nóvember 2023

Hinn glæsilegi árangur

Mér líður satt að segja hálf hjárænulega að setjast við skriftir um þrasið og ós...

Dagur sauðkindarinnar
Skoðun 13. nóvember 2023

Dagur sauðkindarinnar

Dagur sauðkindarinnar í Rangárvallasýslu var haldinn í reiðhöllinni Skeiðvangi á...

Áhættumatið og aðför að íslenskum hagsmunum
Skoðun 1. ágúst 2023

Áhættumatið og aðför að íslenskum hagsmunum

Í fréttatilkynningu Hafrannsóknastofnunar og í grein Ragnars Jóhannssonar, ranns...