Tilnefningar óskast til Náttúruverndarviðurkenningar Sigríðar í Brattholti
Náttúruverndarviðurkenning Sigríðar í Brattholti verður afhent á Degi íslenskrar náttúru þann 16. september. Umhverfis- og auðlindaráðuneytið auglýsir eftir tilnefningum til verðlaunanna.
Viðurkenningin verður veitt einstaklingi sem hefur unnið markvert starf á sviðið náttúruverndar.
Sigríður í Brattholti var Tómasdóttir, fædd 24. febrúar 1871 í Brattholti. Hún er kunnust fyrir baráttu sína gegn virkjun Gullfoss og var brautryðjandi á sviði náttúruverndar á Íslandi.
Tilnefningar skulu sendar á netfang ráðuneytisins uar@uar.is í síðasta lagi 6. september 2021, en nánari upplýsingar um Dag íslenska náttúru má finna á vef ráðuneytisins.