Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Ingvi Stefánsson, bóndi að Teigi og formaður Félags svínabænda
Ingvi Stefánsson, bóndi að Teigi og formaður Félags svínabænda
Mynd / HKr
Fréttir 26. ágúst 2021

Tímabært að endurskoða reglur um sóttvarnir

Höfundur: Vilmundur Hansen

Afrísk svínapest breiðst hratt út um heiminn og víða hafa þjóðir gripið til aðgerða til að hefta útbreiðslu hennar. Formaður Félags svínabænda segir tímabært að endurskoða reglur um sótt­varnir og innflutning á hráu svína­kjöti til landsins.

Ingvi Stefánsson, bóndi að Teigi og formaður Félags svínabænda, segir að félagið leiti reglulega til fulltrúa Matvælastofnunar til að fá upplýsingar um stöðu mála varðandi svínapest en að mati stofnunarinnar er áhættumat ekki þannig að talin sé þörf á að grípa til aukinna aðgerða.

Pestin greind á tveimur þýskum svínabúum

„Í síðasta mánuði bárust okkur fréttir af því að afrísk svínapest hafi í fyrsta skipti greinst á tveimur þýskum svínabúum. Þetta er mjög slæm staða þegar horft er bæði til innflutnings frá Þýskalandi og eins mikilla gripaflutninga á milli Þýskalands og Danmerkur, en meirihlutinn af innfluttu svínakjöti kemur frá þessum löndum.

Sem betur fer er enn sem komið er sáralítill innflutningur á hráu svínakjöti til landsins en mín skoðun, með teknu tilliti til útbreiðslu pestarinnar, þá sé full ástæða til að endurskoða sóttvarnir hér á landi því að ef pestin berst til landsins og í svínabú er það gríðarlega alvarlegt mál.“

Strangar reglur um innflutning á erfðaefni

„Að okkar mati skýtur skökku við að svínabændur séu að uppfæra sinn bústofn og flytja inn erfðaefni með ærnum kostnaði og eftir ströngum reglum til að tryggja að sjúkdómar berist ekki til landsins á sama tíma og verið er að flytja inn kjöt frá löndum þar sem afrísk svínapest er í miklum uppgangi.

Svínabændum er reyndar sniðinn svo þröngur stakkur varðandi innflutning á erfðaefni að við megum einungis flytja það inn frá viðurkenndri kynbótastöð í Noregi.“

Strangar sóttvarnir á svínabúum

Ingvi segir pestina vera landlæga víða í Austur-Evrópu og að sínu mati sé fullt tilefni til að endurskoða reglur um sóttvarnir og innflutning á hráu svínakjöti.

„Ekki síst frá löndum eins og til dæmis Póllandi og Þýskalandi þar sem svínapest er landlæg í villtum svínum og hefur komið upp í svínabúum. Íslenskir svínabændur gera allt sem í þeirra valdi stendur til að draga úr smithættu og það fer enginn inn á svínabú í dag nema að eiga þangað erindi. Auk þess eru smitvarnir inn á búunum miklar. Starfmenn skipta um föt og þeir þurfa að sótthreinsa á sér hendurnar reglulega og jafnvel að fara í sturtu áður en þeir hefja vinnu.“

Hömlur á ferðamenn í Bandaríkjunum

Bandríkin hafa verið að auka eftirlit sitt vegna svínapestar mikið undanfarið og hert eftirlit á innflutningi ferðamanna á svínakjöti frá löndum þar sem pestin hefur komið upp.
„Lönd hafa tekið misjafnlega á málinu en Nýja-Sjáland er líklega þar fremst í flokki hvað alvarleika varðar,“ segir Ingvi.

Fjögur landeldisfyrirtæki í Bændasamtökunum
Fréttir 14. nóvember 2024

Fjögur landeldisfyrirtæki í Bændasamtökunum

Deild landeldis innan Bændasamtaka Íslands var stofnuð sumarið 2022. Fjögur land...

Bændur læra af hver öðrum
Fréttir 14. nóvember 2024

Bændur læra af hver öðrum

Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins (RML) hefur undanfarin tvö ár staðið fyrir stýrð...

Skipulega haldið utan um feldfjárrækt í Fjárvís
Fréttir 14. nóvember 2024

Skipulega haldið utan um feldfjárrækt í Fjárvís

Nýverið bárust tíðindi af því að verið væri að setja inn upplýsingar um feldfé í...

Nýtt merki vottar gott starfsmannahald
Fréttir 14. nóvember 2024

Nýtt merki vottar gott starfsmannahald

Friðheimar eru í samstarfi við Báruna, stéttarfélag, að innleiða nýtt merki, Í l...

Nægjusemi í nóvember
Fréttir 13. nóvember 2024

Nægjusemi í nóvember

Landvernd og Grænfánaverkefnið standa fyrir átakinu Nægjusamur nóvember.

Vilja harðfisk á lista UNESCO
Fréttir 13. nóvember 2024

Vilja harðfisk á lista UNESCO

Slow Food Reykjavík vinnur að því að fá vinnsluhefðir tengdar harðfiski og skrei...

Stefnt að loftslagsvænstu landbúnaðarafurðum heims
Fréttir 13. nóvember 2024

Stefnt að loftslagsvænstu landbúnaðarafurðum heims

Ragnheiður Björk Halldórsdóttir, iðnaðarverkfræðingur og sjálfbærniráðgjafi, lei...

Skrefagjald innleitt
Fréttir 13. nóvember 2024

Skrefagjald innleitt

Ísafjarðarbær hefur ákveðið að innheimta svokallað skrefagjald vegna sorphirðu.