Vill endurbætur á 11 kílómetra kafla á Klofningsvegi í sumar
Sveitarstjórn Dalabyggðar hefur skorað á Vegagerðina að hefja vinnu strax í sumar við hönnun og framkvæmdir vegna endurbóta á Klofningsvegi, númer 590.
Um er að ræða Vestfjarðaveg að Hafnará sem er ríflega 11 kílómetra langur og Hafnará að Orrahólsvegi tæplega 11 kílómetrar sem í daglegu tali kallast að fara fyrir strandir.
Vegur fyrir strandir liggur um skilgreint landbúnaðarsvæði sem hefur átt undir högg að sækja og var nú nýverið skilgreindur sem partur af hringvegi um Vestfirði. Ferðamálasamtök hafa kynnt nýja ferðamöguleika vegna bættra samgangna á Vestfjörðum með nýjum tengingum, svo sem Dýrafjarðargöngum.