Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Steindór Gestsson í hlutverki þjóns og Gunnlaugur Ragnarsson, sem leikur eiginmann ráðherrans.
Steindór Gestsson í hlutverki þjóns og Gunnlaugur Ragnarsson, sem leikur eiginmann ráðherrans.
Líf&Starf 8. október 2021

Leikfélag Hveragerðis sýnir "Nei Ráðherra!"

Höfundur: Sigrún Pétusdóttir

Leikfélag Hveragerðis, sem stofnað var á vetrarmánuðum árið 1947, hóf vegferð sína í febrúarbyrjun árið eftir, með gamanleiknum „Karlinn í kassanum“. Árið áður höfðu þeir þó „troðið upp“ að sögn blaðamanns í Vísi árið 1948, sem gefur gamanleiknum ágætis dóma.

„Gestir virtust halda heim ánægðir og var allur útbúnaður leiksviðs og gervi leikenda næsta gott!“

Leikfélagið, sem telur nú 74 ár, hefur í gegnum tíðina staðið undir því hrósi og gott betur, en félagið hefur sett upp eina eða fleiri leiksýningar á hverju ári síðan. Um 90 sýningar í fullri lengd, auk þess sem haldin hafa verið mörg skálda- eða bókmenntakvöld, revíur og skemmtanir. M.a. var í tilefni sextíu ára afmælis félagsins haldin vegleg afmælissýning, rokkóperan Jesus Christ Superstar, sem sýndi greinilega styrk félagsins enda í hópi öflugustu leikfélaga landsins.

Standandi frá vinstri eru Guðmundur Erlingsson, Ingberg Magnússon, Hrefna Jónsdóttir, Gunnlaugur Ragnarsson, Irma Lín Geirsdóttir og Elías Óskarsson. Sitjandi frá vinstri eru þau María Araceli, Hafþór Björnsson, Hrönn Jónsdóttir og Steindór Gestsson en liggjandi er Örn Árnason leikstjóri.

Nú er gamanfarsinn „Nei, ráðherra!“ kominn á fjalirnar. Farsinn, sem átti að gleðja landsmenn í maí síðastliðinn, var settur á ís vegna Covid en nú er kominn tími til að hlæja almennilega eina kvöldstund. Leikarar eru tíu talsins, skemmtileg blanda, af þaulreyndum leikurum, sumum með yfir 40 leikverk í sarpinum, á meðan aðrir eru að stíga á svið í fyrsta sinn. Alls taka 23 manns þátt í uppsetningunni og áætlaðar sýningar eru þann: 10., 13., 22. og 23. október. 

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

Fimm hurða farsi leikfélags Hólmavíkur!
Líf&Starf 19. apríl 2022

Fimm hurða farsi leikfélags Hólmavíkur!

Nú hefur leikfélag Hólmavíkur sett upp farsann Bót og betrun eftir Michael Coone...

Ef væri ég gullfiskur!
Líf&Starf 28. mars 2022

Ef væri ég gullfiskur!

Spéfarsinn „Ef væri ég gullfiskur“ eftir Árna Ibsen, í flutningi leikfélags Umf....

Ekki um ykkur! Verk Leikfélags Menntaskólans á Ísafirði
Líf&Starf 16. mars 2022

Ekki um ykkur! Verk Leikfélags Menntaskólans á Ísafirði

Leikfélag Menntaskólans á Ísafirði frumsýndi leikritið „Ekki um ykkur” eftir Gun...