Drottningarfórn og mát með biskupi og riddara
Líf og starf 20. september 2024

Drottningarfórn og mát með biskupi og riddara

Höfundur: Hermann Aðalsteinsson

Undirritaður stýrði svörtu mönnunum í skák á Íslandsmóti skákfélaga árið 2021.

Undirritaður var í frekar þröngri stöðu enda margir menn eftir á borðinu og þurfti nauðsynlega að bregðast við með einhverjum hætti. Í 32. leik sá ég færi á snyrtilegri drottningarfórn sem leiðir til máts í einum leik í kjölfarið og auðvitað lét ég vaða á það. Andstæðingur minn gáði ekki að sér og gekk beint í gildruna.

Ef lesendur Bændablaðsins luma á áhugaverðum skákum geta þeir haft samband.

Umsjón: Hermann Aðalsteinsson, lyngbrekku@simnet.is

Svartur á leik. 32......Dxh5!! Sem við fyrstu sýn virðist slæmur afleikur, þar sem riddarinn getur drepið drottninguna, sem minn andstæðingur einmitt gerði. Þá á svartur mát í einum leik... Rh3+ og kóngurinn á engan stað til að fara á og er því mát. Hvítur hefði getað sloppið við mátið með því að taka ekki drottninguna, en hann yrði þá manni undir sem oftast endar með tapi fyrir rest.

Íslandsmót skákfélaga fer fram helgina 3.–6. október í Rimaskóla í Reykjavík. Þangað mæta skákfélög af öllu landinu til keppni og reikna má með um 400 keppendum á öllum aldri. Áhugafólki um skák er velkomið að fylgjast með.

Tjaldur
Líf og starf 25. september 2024

Tjaldur

Tjaldur er stór og auðþekkjanlegur vaðfugl sem finnst um allt land. Tjaldar eru ...

Bændur á Instagram
Líf og starf 25. september 2024

Bændur á Instagram

Það sem af er ári hafa fylgjendur Bændablaðsins á samfélagsmiðlum fengið innsýn ...

Tvítuga Gullbrá
Líf og starf 24. september 2024

Tvítuga Gullbrá

Þetta er hún Gullbrá 357 á Hóli við Dalvík, rúmlega tvítug mjólkurkýr.

Brjálaðir menn
Líf og starf 24. september 2024

Brjálaðir menn

Hefur það komið fyrir lesandann að fá áttlit á hendina og finna spennu og tilhlö...

Klár í slaginn
Líf og starf 23. september 2024

Klár í slaginn

Smáauglýsingar hafa birst í prentmiðlum svo lengi sem elstu menn muna en þar inn...

Þjóðbúningamessa
Líf og starf 23. september 2024

Þjóðbúningamessa

Þjóðbúningamessur hafa verið haldnar hérlendis við hátíðleg tækifæri undanfarin ...

Í Fljótum
Líf og starf 23. september 2024

Í Fljótum

Orðsins list kemur að þessu sinni frá Davíð Stefánssyni.

Drottningarfórn og mát með biskupi og riddara
Líf og starf 20. september 2024

Drottningarfórn og mát með biskupi og riddara

Undirritaður stýrði svörtu mönnunum í skák á Íslandsmóti skákfélaga árið 2021.