Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Skeiðönd
Mynd / Óskar Andri Víðisson
Líf og starf 16. júní 2023

Skeiðönd

Höfundur: Óskar Andri Víðisson

Skeiðönd er fremur sérkennileg buslönd með stóran og mikinn gogg sem hún notar til að sía fæðu úr vatni eða leðju. Líkt og aðrar buslendur þá stingur hún höfðinu ofan í vatnið í fæðuleit eða hálfkafar með stélið upp. Þessi fæða sem hún síar úr vatninu eru sviflæg krabbadýr, lirfur, skordýr, fræ og plöntuleifar. Hún er nokkuð minni en stokkönd, með fremur stuttan háls og þennan einkennandi stóra gogg sem er eins og skeið í laginu. Skeiðendur hafa ekki orpið hér á Íslandi nema í tæplega 100 ár og telst því nokkuð nýr varpfugl. Stofninn er lítill, eða um 50 pör, sem gerir hana að sjaldgæfustu andartegundinni sem verpir reglulega á Íslandi. Hún sækir helst í lífrík votlendissvæði og verpir hér í flestum landshlutum en er þó algengust á Norður- og Norðausturlandi. Hér er hún farfugl og er talið að þeir fuglar sem verpa hér hafi vetursetu í Bretlandseyjum og er Ísland sennilega á norðurmörkum útbreiðslu hennar í Evrópu.

Skylt efni: fuglinn

Íslandsmót skákfélaga
Líf og starf 15. nóvember 2024

Íslandsmót skákfélaga

Árlega eru haldin tvö mjög fjölmenn skákmót á Íslandi, Íslandsmót skákfélaga og ...

Íslensku hreindýrin í nýrri ljósmyndabók
Líf og starf 13. nóvember 2024

Íslensku hreindýrin í nýrri ljósmyndabók

Út er komin ljósmyndabókin Á slóðum íslenskra hreindýra í fylgd með Skarphéðni G...

Nautaskankar
Líf og starf 13. nóvember 2024

Nautaskankar

Þverskornir nautaskankar, oft ranglega merktir sem Osso Buco, eru ekki oft í hil...

Stjörnuspá vikunnar
Líf og starf 11. nóvember 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn hefur sjaldan verið óþreyjufyllri en þarf að hægja á sér ef vel á að...

Metnaðarfullt umhverfi
Líf og starf 8. nóvember 2024

Metnaðarfullt umhverfi

Lífið á garðyrkjustöðinni Espiflöt í Reykholti er litríkt. Næstu daga geta lesen...

Hrafntinna afmælisbarn
Líf og starf 6. nóvember 2024

Hrafntinna afmælisbarn

Nafn: Hrafntinna Ögmundsdóttir.

Mikilvægustu kosningamál bænda
Líf og starf 6. nóvember 2024

Mikilvægustu kosningamál bænda

Þegar líður að kosningum skiptir máli að vita hvaða málefni brenna á bændum. Bæn...

Auðnutittlingur
Líf og starf 6. nóvember 2024

Auðnutittlingur

Auðnutittlingur er lítill og fíngerður fugl af finkuætt. Hann er langalgengasta ...