Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Svona voru aðstæður við bæinn Björg í Útkinn á mánudaginn.
Svona voru aðstæður við bæinn Björg í Útkinn á mánudaginn.
Mynd / Landhelgisgæslan
Fréttir 7. október 2021

Bændur í Kinn og Útkinn komnir heim

Höfundur: smh

Bændur í Kinn og Útkinn eru komnir heim eftir að rýmingu var aflétt á þriðjudagskvöld. Allri mjólk tókst að bjarga á kúabúunum sex.

Eftir gríðarlega úrkomu á Norður­landi var hættustigi almannavarna lýst yfir í Kinn og Útkinn í Suður-Þingeyjarsýslu aðfaranótt sunnudags vegna skriðuhættu. Rýma þurfti tólf bæi í Útkinn og Kinn um helgina, en talið er að tugir skriða hafi fallið á svæðunum og nokkrir bæir urðu innlyksa.

Á þriðjudaginn var komið að þolmörkum hjá kúabændum varðandi geymslu mjólkur. Mjólkurbíll Auðhumlu sótti mjólkina á þriðjudaginn á öll sex kúabúin í Kinn og Útkinn, fyrir utan Björg en þangað var ófært. Ökuleið var svo rudd í gegn þangað í gær á miðvikudegi og mjólkinni bjargað.

Kýrnar kætast þegar bændur og björgunarsveitarmenn koma á bæinn.

Ræktarlönd á kafi í vatni og aurbleytu

Var þyrla Landhelgisgæslunnar notuð til að hjálpa til við rýmingu og fengu bændur aðstoð björgunarsveita til að komast í aðkallandi bústörf eins og mjaltir.

Samkvæmt upplýsingum frá Hermanni Karlssyni, aðalvarðstjóra í aðgerðarstjórn lögreglustjórans á Norðurlandi eystra, var ekki tilkynnt um tjón á húsakosti né ollu skriður skaða á búfé bænda en ræktarlönd eru mörg hver á kafi í vatni og aurbleytu.

Mjólkurtjón ekki bætt

Jóna Björg Hlöðversdóttir, bóndi á Björgum og fyrrverandi formaður Samtaka ungra bænda, segir að fjölskyldan hafi haldið til á Húsavík frá aðfaranótt sunnudags og á meðan rýming stóð yfir. „Við fengum að fara heim í mjaltir í fylgd björgunarsveita, enda bannað að fara inn á svæðið. Systir mín og mágur sáu um mjaltir og gjafir en við fengum einnig að fara til að sækja föt og annað sem við þurftum á að halda. Undir venjulegum kringumstæðum hefði mjólkurbíll átt að sækja þriggja daga mjólk til okkar á þriðjudaginn, en það var ekki mögulegt því hér eru erfiðustu aðstæðurnar. Hefði mjólkurbíllinn ekki komist til okkar í dag hefði þurft að hella mjólkinni niður og það tjón hefði ekki verið bætt,“ segir Jóna, en hún telur að um þrjú þúsund lítrar hafi verið í stútfullum tankinum á Björgum þar sem 40 mjólkandi kýr eru.

Aurinn liggur á fjölda túna

Að sögn Jónu hafa aðstæður lítið breyst frá helginni, áfram hefur haldið að rigna eitthvað, þótt það sé mun minna en um helgina.

Jóna Björg Hlöðversdóttir, bóndi á Björgum, og sonurinn Hlöðver Þór Jónuson. Myndi / Aðsend

Hún segir að það hafi staðið frekar tæpt með eina skriðuna sem teygði sig mjög nærri bænum, en fólk var við mjaltir þegar sú skriða féll. „Sauðféð var úti – og er reyndar enn þá. En það var fjarri fjallinu og því ekki í hættu beinlínis af henni. Við höfðum hins vegar áhyggjur af þeim ef það myndi koma eitthvert flóð í Skjálfandafljóti. Hins vegar er mest allt á floti hjá okkur á túnunum, ýmist undir vatni eða aurbleytu og leðju. Aurinn og leðjan nær alveg yfir fjölda túna og svo eru slettur á öðrum.

Við erum hins vegar bjartsýn á framhaldið og engan bilbug á okkur að finna þegar við fáum loksins að fara heim. Tækin til að koma þessu í samt lag eru til þannig að það verður bara ráðist í verkin eins fljótt og hægt er. Tilfinningatjónið er hins vegar erfitt að bæta, því ásýndin umhverfis bæinn er auðvitað gjörbreytt.

Svo þarf að meta margt upp á nýtt varðandi hættusvæði og annað með tilliti til þess að það bendir ýmislegt til að veðurfar sé breytt í ljósi loftslagsbreytinga, með þessum óhemjumiklu rigningum.“ 

Skylt efni: aurskriður | skriður | Útkinn | Kinn | Björg

Stórtæk ræktun á Hrym í Búðardal
Fréttir 15. nóvember 2024

Stórtæk ræktun á Hrym í Búðardal

Ræktunarstöð fyrir lerkitegundina Hrym hefur verið stofnsett í Búðardal þar sem ...

Fjögur landeldisfyrirtæki í Bændasamtökunum
Fréttir 14. nóvember 2024

Fjögur landeldisfyrirtæki í Bændasamtökunum

Deild landeldis innan Bændasamtaka Íslands var stofnuð sumarið 2022. Fjögur land...

Bændur læra af hver öðrum
Fréttir 14. nóvember 2024

Bændur læra af hver öðrum

Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins (RML) hefur undanfarin tvö ár staðið fyrir stýrð...

Skipulega haldið utan um feldfjárrækt í Fjárvís
Fréttir 14. nóvember 2024

Skipulega haldið utan um feldfjárrækt í Fjárvís

Nýverið bárust tíðindi af því að verið væri að setja inn upplýsingar um feldfé í...

Nýtt merki vottar gott starfsmannahald
Fréttir 14. nóvember 2024

Nýtt merki vottar gott starfsmannahald

Friðheimar eru í samstarfi við Báruna, stéttarfélag, að innleiða nýtt merki, Í l...

Nægjusemi í nóvember
Fréttir 13. nóvember 2024

Nægjusemi í nóvember

Landvernd og Grænfánaverkefnið standa fyrir átakinu Nægjusamur nóvember.

Vilja harðfisk á lista UNESCO
Fréttir 13. nóvember 2024

Vilja harðfisk á lista UNESCO

Slow Food Reykjavík vinnur að því að fá vinnsluhefðir tengdar harðfiski og skrei...

Stefnt að loftslagsvænstu landbúnaðarafurðum heims
Fréttir 13. nóvember 2024

Stefnt að loftslagsvænstu landbúnaðarafurðum heims

Ragnheiður Björk Halldórsdóttir, iðnaðarverkfræðingur og sjálfbærniráðgjafi, lei...