Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Sveitarstjórn Húnaþings vestra samþykkti að hefja hópfjármögnun vegna framkvæmda við Vatnsnesveg, númer 711 og er stefnt að því að safna 100 milljónum króna, nægilegu fjármagni til að unnt sé að hefja hönnun á veginum sem er um 70 kílómetra langur.
Sveitarstjórn Húnaþings vestra samþykkti að hefja hópfjármögnun vegna framkvæmda við Vatnsnesveg, númer 711 og er stefnt að því að safna 100 milljónum króna, nægilegu fjármagni til að unnt sé að hefja hönnun á veginum sem er um 70 kílómetra langur.
Mynd / Húnaþing Vestra
Fréttir 6. desember 2021

Íbúar hópfjármagna byrjun framkvæmda

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir

„Undanfarin ár hefur sveitarstjórn Húnaþings vestra lagt áherslu á að framkvæmdum við Vatnsnesveg verði flýtt vegna mjög slæms ástands vegarins, sem hefur veruleg áhrif á lífsgæði þeirra sem búa á Vatnsnesi. Verulega aukin umferð ferðamanna hefur einnig haft áhrif á fyrrnefnt ástand og slys á veginum of tíð,“ segir í bókun sem samþykkt var á fundi sveitarstjórnar Húnaþings vestra. Á þeim fundi var einnig samþykkt að hefja hópfjármögnun vegna framkvæmda við Vatnsnesveg, númer 711.

Fram kemur í bókun sveitarstjórnar að Vatnsnesvegur sé kominn inn á samgönguáætlun, en ekki er gert ráð fyrir að framkvæmdir við hann hefjist fyrr en á þriðja tímabili áætlunarinnar, þ.e. á árunum 2030-2034, og það sé óviðunandi fyrir íbúa Húnaþings vestra.

Leggja ríkisvaldinu lið

Sveitarstjórn Húnaþings vestra leggur mikla áherslu á að Vatnsnesvegur komist framar á samgönguáætlun, hönnun vegarins fari strax af stað og framkvæmdum við hann verði flýtt. Til að það sé hægt þurfi aukið fjármagn í málaflokkinn.

„Því hefur sveitarstjórn Húnaþings vestra ákveðið að leggja ríkisvaldinu lið og hefja hópfjármögnun til að hægt sé að flýta framkvæmdum við Vatnsnesveginn og að þær hefjist fyrr en gert er ráð fyrir í samgönguáætlun,“ segir í bókun sveitarstjórnar.

Kostnaður um 3,5 milljarðar

Á samgönguáætlun er áætlaður kostnaður við veginn 3,5 milljarðar króna en heildarlengd hans er um 70 kílómetrar. Til að hægt sé að flýta framkvæmdum við veginn og koma hönnun strax af stað er lagt upp með að safna 100 milljónum króna sem er einungis brot af kostnaði vegarins en hins vegar nægjanlegt til að hefja hönnun strax.
Þegar markmiði söfnunar er náð mun upphæðinni verða komið til samgöngu- og sveitarstjórna­ráðuneytisins með þeim formerkjum að hún verði nýtt til uppbyggingar Vatnsnesvegar númer 711. 

Skylt efni: Vegagerð | Vatnsnesvegur | Vatnsnes

Snjallsímar bannaðir í grunnskóla
Fréttir 15. nóvember 2024

Snjallsímar bannaðir í grunnskóla

Frá því í haust hefur nemendum Kirkjubæjarskóla verið óheimilt að vera með snjal...

Stórtæk ræktun á Hrym í Búðardal
Fréttir 15. nóvember 2024

Stórtæk ræktun á Hrym í Búðardal

Ræktunarstöð fyrir lerkitegundina Hrym hefur verið stofnsett í Búðardal þar sem ...

Fjögur landeldisfyrirtæki í Bændasamtökunum
Fréttir 14. nóvember 2024

Fjögur landeldisfyrirtæki í Bændasamtökunum

Deild landeldis innan Bændasamtaka Íslands var stofnuð sumarið 2022. Fjögur land...

Bændur læra af hver öðrum
Fréttir 14. nóvember 2024

Bændur læra af hver öðrum

Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins (RML) hefur undanfarin tvö ár staðið fyrir stýrð...

Skipulega haldið utan um feldfjárrækt í Fjárvís
Fréttir 14. nóvember 2024

Skipulega haldið utan um feldfjárrækt í Fjárvís

Nýverið bárust tíðindi af því að verið væri að setja inn upplýsingar um feldfé í...

Nýtt merki vottar gott starfsmannahald
Fréttir 14. nóvember 2024

Nýtt merki vottar gott starfsmannahald

Friðheimar eru í samstarfi við Báruna, stéttarfélag, að innleiða nýtt merki, Í l...

Nægjusemi í nóvember
Fréttir 13. nóvember 2024

Nægjusemi í nóvember

Landvernd og Grænfánaverkefnið standa fyrir átakinu Nægjusamur nóvember.

Vilja harðfisk á lista UNESCO
Fréttir 13. nóvember 2024

Vilja harðfisk á lista UNESCO

Slow Food Reykjavík vinnur að því að fá vinnsluhefðir tengdar harðfiski og skrei...