Dóra Svavarsdóttir, formaður Slow Food Reykjavík, á hátíðinni í Tórínó.
Dóra Svavarsdóttir, formaður Slow Food Reykjavík, á hátíðinni í Tórínó.
Mynd / Aðsendar
Fréttir 15. október 2024

Íslenskar matarhefðir bornar á borð í Tórínó

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Hópur matgæðinga á vegum Slow Food Reykjavík hélt til Tórínó á dögunum til að taka þátt í matarhátíðinni Terra Madre, sem haldin er annað hvert ár í borginni.

Að sögn Dóru Svavarsdóttur, formanns Slow Food Reykjavík, sóttu um þrjú hundruð þúsund manns hátíðina í ár frá 120 löndum, en 16 Íslendingar tóku beinan þátt að þessu sinni.

Soðið perlubygg, kryddað með muldum beltisþara og sölvum og toppað með skyrsósu og sjávartrufflu (þangskeggi).

Dóra segir að yfirskrift hátíðarinnar í ár hafi verið „Við erum náttúran“. „Nýju verkefni innan Slow Food samtakanna, „Slow Food Farms“, var formlega ýtt úr vör. Markmiðið er að búa til tengsla- og fræðslunet bænda sem stunda vistvænan landbúnað eða vilja gera betur í vistvænum landbúnaði. Tengja þá við mat- reiðslumenn og ferðaþjónustu til að tryggja sölu á afurðum og fækka milliliðum og tryggja góðan, hreinan og sanngjarnan mat og hafa fræðsluhraðla sem nýtast bændum í átt að sjálfbærni,“ segir hún.

Íslensku þátttakendurnir voru hluti af þrjú þúsund manna hópi alþjóðafulltrúa Slow Food, alls staðar að úr heiminum, sem taka virkan þátt í dagskrá hátíðarinnar. 

„Auk þess kom hópur á vegum Farskólans, miðstöðvar símenntunar á Norðvesturlandi. Þá ferðuðust 20 bændur og smáframleiðendur um Piemonte-héraðið og hittu aðra smáframleiðendur og aðila í ferðaþjónustu.

Svo komu þau á Terra Madre í lok ferðar og fengu Slow Food-hugsjónina beint í æð,“ segir Dóra.

Steinunn Lilja kynni taðreykt sauðakjöt og rófustöppu. Við hlið hennar er hrossabóndi frá Kyrgyzstan.
Smakk-vinnustofa um fjörunytjar

Jafnan er á þessum hátíðum lögð áhersla á meðal íslensku þátttakendanna að kynna matarhefðir landsins og segir Dóra ekki hafa verið vikið frá venjunni í þetta skiptið. „Steinunn Lilja Svövudóttir, bóndi í Haukholtum og matreiðslumaður, stóð að smakk-vinnustofu um grafið og reykt kjöt þar sem fólk fékk taðreykt sauðkjöt með rófustöppu. Gerður var góður rómur af kjötinu og viðleitninni að viðhalda þeim menningararfi sem felst í nýtingu taðsins til reykingar. Eins var hún í pallborði um visthæfni landbúnaðar og hvernig hægt sé að ná jafnvægi í náttúrunni með beitarstjórnun og hóflegri nýtingu.“

Dóra segist sjálf hafa verið með smakk-vinnustofu um nytjar og tekið sérstaklega fyrir fjörunytjar, sögu þeirra og hvernig „nýnorræna eldhúsið“ hafi aukið veg matþörunga á undanförnum árum. Hún hafi borið fram soðið perlubygg, kryddað með muldum beltisþara og sölvum og toppað með skyrsósu og sjávartrufflu (þangskeggi). Eins tók hún þátt í pallborði um mikilvægi ábyrgra nytja úr skógum.

Guðmundur Guðmundsson, sem er matvælafræðingur og í stjórn Slow Food Reykjavík, var fulltrúi Slow Food Reykjavík í vinnustofu um Bragðörkina, þar sem skráð eru gæðamatvæli eða afurðir sem eru talin búa yfir menningarlegu verðmæti. Í dag eru 26 íslenskar tegundir þar skráðar.

Harðfiskur og skreið skráð hjá UNESCO

Dóra tók að sér verkefnastjórn fyrir Íslands hönd vegna umsóknar um að harðfiskur og skreið verði skráð sem menningararfur hjá UNESCO, en verkefnið er unnið í samstarfi við Slow Food Bergen og Slow Food í Nígeríu, Ítalíu og Spáni.

„Ferðir sem þessar eru nauðsynlegar til að styrkja tengslanetið, finna kraftinn og fá innspýtingu í verkefnin hér heima,“ segir Dóra að lokum um ferðina til Tórínó.

Skylt efni: Slow Food

Gott fræár í birkinu
Fréttir 15. október 2024

Gott fræár í birkinu

Söfnun birkifræs hefur gengið ágætlega þetta haustið og víðast talsvert af fræi.

Íslenskar matarhefðir bornar á borð í Tórínó
Fréttir 15. október 2024

Íslenskar matarhefðir bornar á borð í Tórínó

Hópur matgæðinga á vegum Slow Food Reykjavík hélt til Tórínó á dögunum til að ta...

Fagurt heim að líta
Fréttir 15. október 2024

Fagurt heim að líta

Stóru-Akrar 2 liggja við þjóðbraut í Skagafirði. Býlið fékk umhverfisverðlaun Sk...

Ýtt undir nýliðun
Fréttir 15. október 2024

Ýtt undir nýliðun

Ættliðaskipti og nýliðun í landbúnaði er enn til umfjöllunar í þingsályktunartil...

Hrun í stofnum sjófugla við Ísland
Fréttir 14. október 2024

Hrun í stofnum sjófugla við Ísland

Jóhann Óli Hilmarsson, fuglafræðingur og fuglaljósmyndari, hlaut Náttúruverndarv...

Auknar líkur á að lífgas- og áburðarver verði að veruleika
Fréttir 14. október 2024

Auknar líkur á að lífgas- og áburðarver verði að veruleika

Kúabændur á Suðurlandi komu til fundar í Reykholti í Bláskóga- byggð 1. október ...

Samfélagslosun dróst saman um 2,8 prósent
Fréttir 14. október 2024

Samfélagslosun dróst saman um 2,8 prósent

Samfélagslosun, sem er á beinni ábyrgð íslenskra stjórnvalda, dróst saman um 2,8...

Raforka verði niðurgreidd
Fréttir 14. október 2024

Raforka verði niðurgreidd

Fyrir Alþingi liggur þingsályktunartillaga um niðurgreiðslu á raforku til garðyr...