Jóhannes nýr bústjóri
Jóhannes Kristjánsson hefur verið ráðinn bústjóri Hvanneyrarbúsins.
Jóhannes er með meistaragráðu í búvísindum og hefur starfað sem kennari við Landbúnaðarháskólann, bæði á búfræði- og búvísindabraut, frá árinu 2015, að því er fram kemur í tilkynningu frá stjórn Hvanneyrarbúsins. Uppistaðan í Hvanneyrarbúinu er rekstur kúabúsins á Hvanneyri og sauðfjárbúsins á Hesti. Jóhannes tekur við af Agli Gunnarssyni sem verið hefur bústjóri frá stofnun félagsins árið 2015. Jóhannes tekur til starfa sem bústjóri 1. apríl nk.