Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Vinstri grænir stýra ráðuneyti matvæla, sjávarútvegs og landbúnaðar
Fréttir 27. nóvember 2021

Vinstri grænir stýra ráðuneyti matvæla, sjávarútvegs og landbúnaðar

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Samkvæmt heimildum Bændablaðsins mun þingmaður Vinstri grænna vera með ráðuneyti matvæla, sjávarútvegs og landbúnaðar á herðum sér í nýrri ríkisstjórn. Stjórnarsáttmálinn mun vera ítarlegur og innihalda langan kafla um landbúnað.

Ráðuneytum verður fjölgað og málaflokkar færast að einhverju leyti milli ráðuneyta, m.a. munu málefni sveitastjórnar og skipulagsmál færast undir nýtt innviðaráðuneyti sem byggir á samgönguráðuneyti. Talið er næsta víst að Sigurður Ingi Jóhannsson stýri því. Ennfremur er gert ráð fyrir að formenn stjórnarflokka haldi sínum ráðuneytum.

Flokkarnir munu hafa skipt á ráðuneytum m.a. er lagt til að umhverfisráðuneytið færist undir Sjálfstæðisflokkinn og heilbrigðisráðuneytið verði á ábyrgð Framsóknarflokks.

Þingflokkar funda nú og kynna leiðtogar þeirra nýjan stjórnarsáttmála. Ef stjórnarflokkar fallast á tillögu formanna mun verða boðað til blaðamannafundar á morgun, sunnudag, þar sem ný ríkisstjórn verður kynnt.

Snjallsímar bannaðir í grunnskóla
Fréttir 15. nóvember 2024

Snjallsímar bannaðir í grunnskóla

Frá því í haust hefur nemendum Kirkjubæjarskóla verið óheimilt að vera með snjal...

Stórtæk ræktun á Hrym í Búðardal
Fréttir 15. nóvember 2024

Stórtæk ræktun á Hrym í Búðardal

Ræktunarstöð fyrir lerkitegundina Hrym hefur verið stofnsett í Búðardal þar sem ...

Fjögur landeldisfyrirtæki í Bændasamtökunum
Fréttir 14. nóvember 2024

Fjögur landeldisfyrirtæki í Bændasamtökunum

Deild landeldis innan Bændasamtaka Íslands var stofnuð sumarið 2022. Fjögur land...

Bændur læra af hver öðrum
Fréttir 14. nóvember 2024

Bændur læra af hver öðrum

Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins (RML) hefur undanfarin tvö ár staðið fyrir stýrð...

Skipulega haldið utan um feldfjárrækt í Fjárvís
Fréttir 14. nóvember 2024

Skipulega haldið utan um feldfjárrækt í Fjárvís

Nýverið bárust tíðindi af því að verið væri að setja inn upplýsingar um feldfé í...

Nýtt merki vottar gott starfsmannahald
Fréttir 14. nóvember 2024

Nýtt merki vottar gott starfsmannahald

Friðheimar eru í samstarfi við Báruna, stéttarfélag, að innleiða nýtt merki, Í l...

Nægjusemi í nóvember
Fréttir 13. nóvember 2024

Nægjusemi í nóvember

Landvernd og Grænfánaverkefnið standa fyrir átakinu Nægjusamur nóvember.

Vilja harðfisk á lista UNESCO
Fréttir 13. nóvember 2024

Vilja harðfisk á lista UNESCO

Slow Food Reykjavík vinnur að því að fá vinnsluhefðir tengdar harðfiski og skrei...