Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Brasilískur skógur.
Brasilískur skógur.
Fréttir 17. febrúar 2022

Fleiri tegundir trjáa til - en áður var talið

Höfundur: Sigrún Pétursdóttir

Án trjáplantna væri heimurinn heldur snauður, ekki bara af fegurð heldur einnig loftgæðum, blaðsíðum bóka og almennilegri mold. Nú hefur komið fram á vefsíðu New Scientist að mögulega séu til í heiminum rúmlega 9.000 fleiri trjátegundir í heiminum ten áður var haldið.

Með þessari uppgötvun hefur tilvist ríflega 73 þúsund trjátegunda verið staðfærð, þá 14% aukning en áður var. Háskólaprófessorinn Peter Reich, einn þeirra þekktustu er koma að lífeðlisfræði trjáa og vistfræði skóga, komst að þessari niðurstöðu ásamt félögum sínum við rannsóknir þeirra á heimsvísu. Aukinheldur telja þeir að stórt landsvæði Suður-Ameríku gefi til kynna enn frekari tegundir sem eiga eftir að auka töluna frekar – en skv. niðurstöðum fundust þar hvað flestar óuppgötvuðu tegundirnar.

Tekið er til þess að Amazonas fylkið í Brasilíu er gríðarstórt og afar fjölbreytt er kemur að lífi. Lítið hefur verið um vettvangskannanir á svæðinu, sem þyrfti að breyta, en Reich telur að áframhaldandi eyðing skóga, sem jókst að mjög miklu leyti í Brasilíu á síðasta ári – gæti ógnað mörgum þessara tegunda áður en þær hafa verið formlega fundnar og rannsakaðar af þar til hæfum vísindamönnum.

Áhugavert er að ein af hverjum fjórum tegundum plantna sem fundist hafa á jörðinni hafa einmitt fundist í Brasilíu. Þessari fjölbreytni má þakka regnskógum Amason, miklum ám og votlendissvæðum en lífríki landsins er einnig gríðarlega fjölbreytt – bæði í dýra- og plönturíkinu.

Þeir sem að rannsókninni unnu komust að niðurstöðum sínum með því að byggja á alþjóðlegum gagnagrunni trjátegunda, sameina hann öðrum gagnagrunni er inniheldur yfirlit yfir viði vaxin svæði og skiptu svo heiminum niður í 100 km breiða ferninga. Þá áætluðu þeir fjölda ófundinna tegunda út frá nálgun sem benti til aukins fjölda nýrra tegunda á svæðum sem áður hafa leitt í ljós mikla fjölbreytni gróðurs.

Reich telur að mat á 73.300 trjátegundum á heimsvísu gæti verið nokkrum þúsundum of lágt, vegna þess að það eru margir heimshlutar þar sem nánast engin áreiðanleg trjágögn eru til, jafnvel á mælikvarða 100 kílómetra ferninga. Helsta óvissan í heildartölunni stafar þó af skorti á vettvangskönnunum í hitabeltinu.

Aðspurður segir Reich: „Af hverju skiptir það máli að við vitum hversu margar tegundir eru til? Fjölbreytileiki er mikilvægur fyrir getu skóga til að halda áfram að veita auðlindir og aðra þjónustu, allt frá því að hægja á loftslagsbreytingum og draga úr flóðum til þess að vera uppspretta timburs og heimili annars gróðurs og dýralífs, svo að varðveita þá verður mikilvægt.“

Skylt efni: skógur | Suður Ameríka | tré

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum
Fréttir 23. júlí 2024

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum

Rannsóknamiðstöð landbúnaðarins, RML, rannsakar nú erfðaorsakir kálfadauða.

Upphreinsun skurða
Fréttir 23. júlí 2024

Upphreinsun skurða

Búnaðarfélag Austur-Landeyja hefur sent sveitarstjórn Rangárþings eystra erindi ...

Sólarsellustyrkir
Fréttir 22. júlí 2024

Sólarsellustyrkir

Orkusetur Orkustofnunar hefur auglýst eftir umsóknum um sólarsellustyrki.

Gæðingafeður og mæður
Fréttir 19. júlí 2024

Gæðingafeður og mæður

Skýr frá Skálakoti átti flest afkvæmi á Landsmóti hestamanna í ár, 31 talsins.

Kúakaup fyrir dómi
Fréttir 19. júlí 2024

Kúakaup fyrir dómi

Kúakaup milli tveggja bænda rötuðu til héraðsdóms á dögunum.

Úthlutun aflamarks
Fréttir 18. júlí 2024

Úthlutun aflamarks

Nýverið fundaði stjórn Byggðastofnunar vegna fyrirhugaðrar úthlutunar sértæks by...

Lóga þarf hrúti
Fréttir 18. júlí 2024

Lóga þarf hrúti

Bóndi þarf að afhenda Matvælastofnun ákveðinn hrút til að kanna útbreiðslu á rið...

Árangurinn kom á óvart
Fréttir 18. júlí 2024

Árangurinn kom á óvart

Fjölskyldan í Strandarhjáleigu í Rangárþingi eystra átti góðu gengi að fagna á n...