Um Bændablaðið

Bændablaðið kemur að jafnaði út hálfsmánaðarlega í prentformi. 

Blaðið inniheldur margvíslegan fróðleik fyrir alla áhugamenn um landbúnað og lífið í hinum dreifðu byggðum. Þar geta menn lesið um allt það nýjasta sem er að gerast í íslenskum landbúnaði og fylgst með því sem er að gerast í þeirra fagi.

Upplag Bændablaðsins er að jafnaði 33.000 eintök og því er dreift um allt land. Hægt er að nálgast blaðið frítt m.a. í verslunum, á sundstöðum, á bensínstöðvum og söluturnum.

Allir félagsmenn í Bændasamtökum Íslands fá blaðið sent heim til sín. Að auki hafa margir gerst áskrifendur að blaðinu og greiða þá sem svarar póstburðargjaldi til að fá blaðið sent heim.

Vefur blaðsins er bbl.is en einnig er Bændablaðið með Facebook síðu og á Instagram.

Bændablaðið er til húsa að Borgartúni 25, 4. hæð.

Símanúmer blaðsins er 563-0300

Aðalnetfang blaðsins: bbl@bondi.is