Ber hag bænda fyrir brjósti
Friðrik Ingi Friðriksson tók fyrir skemmstu við formannsembætti hjá Félagi atvinnurekenda (FA). Hann er eigandi fyrirtækjanna Aflvéla og Búvéla sem eru stórtæk í innflutningi og sölu á tækjabúnaði fyrir bændur. Bændur hafa oft verið gagnrýnir á orðræðu FA í fjölmiðlum, en Friðrik segir hagsmuni atvinnurekenda og bænda fara saman.