Hagræðing í stækkun
Í Köldukinn stendur stór- og glæsibýlið Kvíaból en það var útnefnt fyrirmyndarbú ársins á deildarfundi NautBÍ á dögunum. Fjölskyldan tekur yfir Instagram-reikning Bændablaðsins á næstu dögum þar sem hægt verður að fylgjast með lífi og starfi fjölskyldunnar.