Freydís Gunnarsdóttir tók nýlega við rekstri Ártanga.
Freydís Gunnarsdóttir tók nýlega við rekstri Ártanga.
Mynd / Aðsendar
Bóndinn 27. september 2024

Blómlegt býli

Höfundur: Sigrún Pétursdóttir

Freydís Gunnarsdóttir er tiltölulega nýtekin við rekstri Gróðrarstöðvarinnar Ártanga. Lesendur geta fylgst með daglegum störfum garðyrkjuframleiðslunnar á Instagram-reikningi Bændablaðsins á næstu dögum.

Foreldrar Freydísar, Sigurdís Edda Jóhannesdóttir og Gunnar Þorgeirsson, byggðu fyrsta gróðurhúsið í Ártanga árið 1986. Framan af voru þar aðallega ræktaðar pottaplöntur í gróðrarstöðinni en framleiðendurnir færðu sig yfir í kryddjurtir árið 2013. Í dag er helsta ræktunin kryddplöntur í pottum, sumarblóm og túlípanar, en Freydís, sem er þar fædd og uppalin, tók við rekstrinum fyrir rúmlega ári síðan.

Gróðrarstöðin Ártangi er staðsett í Grímsnesi.

Býli, staðsetning og stærð jarðar? Bærinn okkar er staðsettur í Grímsnesi. Landið hér í kring eru 18 hektarar og húsin skiptast niður í 230 fm íbúðarhús, 3.000 fm gróðurhús og svo um 1.000 fm í öðrum byggingum, svo sem aðstöðuhús, kælar og pökkunaraðstaða.

Victoria aðstoðar með bros á vör.

Ábúendur, fjölskyldustærð (og gæludýr)? Freydís Gunnarsdóttir og dóttirin Victoria, en sonurinn býr hjá föður sínum. Hundurinn Bear býr með þeim mæðgum auk vinnufólks sem vinnur í gróðrarstöðinni.

Gerð bús og fjöldi búfjár ef það á við? Ártangi er vistvæn garðyrkju stöð þar sem lögð er áhersla á að endurnýta vatn, mold og áburð. Utan reksturs hennar á Freydís um 14 hross sem hún temur og þjálfar í frítíma sínum.

Af hverju valdir þú þessa búgrein? Foreldrar mínir vildu selja stöðina. Ég tengist þessum stað og rekstrinum hér það mikið að ég trúi því að ég geti gert þetta af hjarta og umhyggju.

Hvernig gengur hefðbundinn vinnudagur fyrir sig? Hefðbundinn vinnudagur hjá okkur er að á mánudögum pökkum við öllu kryddinu, sem eru um 4.000–6.000 plöntur (fer eftir árstíma), en það er sótt til okkar á þriðjudagsmorgnum.

Hjá okkur eru allar plöntur skráðar, hvort sem þær eru seldar eða þeim hent svo það þarf alltaf að skrá allt saman. Eftir pökkun göngum við frá og þrífum tómu borðin.

Þriðjudagarnir fara oftast í þetta en svo fer það eftir árstíma hvort við erum að pakka og huga að sumarblómunum eða skera og pakka túlípönum. Svo sáum við fleiri kryddplöntum einu sinni í viku en það fer einnig eftir árstíma á hvaða dögum er sáð. Til viðbótar erum við með eldhús þar sem við búum til basilikupestó og basilikusmjör úr kryddjurtum sem annars væri hent.

Hesturinn Íseldur á góðri stundu.

Skemmtilegustu/leiðinlegustu störfin?Fjölbreytnin við þetta er skemmtilegast. Yfir sumarblómasöluna er æðislegt að standa við afgreiðsluborðið og afgreiða glaða kúnna og svo er líka gaman að fara inn í túlípanatímabilið. Leiðinlegustu bústörfin eru þegar þarf að skipta út túlípanakössunum, þeir eru þungir og þetta er erfiðisvinna. Einnig að þrífa eftir túlípanatímabilið því gróðurhúsið verður allt út í sandi.

Hvað er það jákvæða við að vera bóndi og hverjar eru áskoranirnar? Það jákvæða við að vera bóndi er að fá að skapa og sjá svo hverju öll vinnan skilar af sér. Tengslin og samvinnan við aðra bændur og að vissu leyti frelsi, en mikil vinna.

Helstu áskoranirnar er að takast á við innflutning sem yfirleitt er ódýrari, en hreinleiki og ferskleiki íslensku framleiðslunnar er auðvitað mikið meiri.

Hvernig væri hægt að gera búskapin hagkvæmari? Við erum nýbúin að byggja viðbyggingu við gróðurhúsin sem er pökkunaraðstaða, kælir og sáningaherbergi sem er enn ekki alveg fullklárað.

Það sem gæti verið hagstæðara fyrir okkur væri að koma sáningarherberginu í notkun og spara okkur þannig plast í yfirbreiðslu og pláss inni á borðum. Og hagkvæmari rafmagnsinnkaup.

Hvernig sjáið þið landbúnað á Íslandi þróast næstu árin? Ég vonast til þess að landbúnaður á Íslandi geti orðið sjálfbærari.

Eftirminnilegasta atvikið við bústörfin? Það tengist sennilega borholunni sem við vorum að bora í sumar.

Þar sem veturnir geta verið erfiðir vegna skorts á heitu vatni þá var þetta algjörlega frábært þegar vatnið byrjaði að koma úr holunni.

Blómlegt býli
Bóndinn 27. september 2024

Blómlegt býli

Freydís Gunnarsdóttir er tiltölulega nýtekin við rekstri Gróðrarstöðvarinnar Árt...

Göngur og góður reiðtúr
Bóndinn 13. september 2024

Göngur og góður reiðtúr

Á Fjöllum 2 í Kelduhverfi stunda Berglind Ýr Ingvarsdóttir og Jóhannes Guðmundss...

Farsæl gúrkutíð
Bóndinn 30. ágúst 2024

Farsæl gúrkutíð

Gúrkuplantan vex hratt á garðyrkjustöðinni Gufuhlíð í Biskupstungum en fjölskyld...

Endalaus verkefnalisti
Bóndinn 16. ágúst 2024

Endalaus verkefnalisti

Ofaldar hryðjuverkahænur, rótargrænmeti, ferðamenn og kindur þrífast vel á Þurra...

Svín og korn
Bóndinn 12. júlí 2024

Svín og korn

Bændurnir í Laxárdal stunda svína- og kornrækt en lesendur munu geta fylgst með ...

Góð samvinna
Bóndinn 28. júní 2024

Góð samvinna

Þau Eyjólfur Ingvi Bjarnason og Guðbjört Lóa Þorgríms- dóttir tóku við búinu Ásg...

Reksturinn í góðum höndum
Bóndinn 14. júní 2024

Reksturinn í góðum höndum

Bústjóri og fjósameistari Flateyjar á Mýrum taka nú við keflinu en lesendur geta...

Með korn og kýr í haga
Bóndinn 31. maí 2024

Með korn og kýr í haga

Nú kynnast lesendur búskapnum á Reykjahlíð í Skeiða- og Gnúpverjahreppi, en við ...

Skírn í réttum
27. september 2024

Skírn í réttum

Hagur kúabúa vænkast
27. september 2024

Hagur kúabúa vænkast

Orkuskortur mun bíta fleiri en garðyrkjubændur
27. september 2024

Orkuskortur mun bíta fleiri en garðyrkjubændur

Blómlegt býli
27. september 2024

Blómlegt býli

Lífræni dagurinn 2024
27. september 2024

Lífræni dagurinn 2024