Jarmað, hneggjað, baulað ...
Í nýjasta tölublaði Bændablaðsins er stutt umfjöllun um vefmiðilinn og -verslunina Matland.is sem sérhæfir sig í umfjöllun og sölu á íslenskum landbúnaðarafurðum. Matvælin sem seld eru á vefnum koma að stórum hluta beint frá býli og eru því rekjanleg til bændanna sem framleiddu þau.