Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Ullarsokkar Huldu Brynjólfsdóttur
Hannyrðahornið 14. desember 2021

Ullarsokkar Huldu Brynjólfsdóttur

Höfundur: Hulda Brynjólfsdóttir

Hér er uppskrift að ullarsökkum Huldu Brynjólfsdóttur, í Uppspuna.

Efni:
Huldusokkar 250 m ca. 140 gr (Dvergasokkar 200 m ca 200 gr)

Sokkaprjónar nr 3,5 eða 4,0 mm (Sokkaprjónar nr 5,0)

Uppskrift:
Fitjið upp 40 lykkjur á prjóna nr 4,0 (36 lykkjur á prjóna nr 5,0)

Bætið við 4 lykkjum fyrir herrastærð og fækkið eftir þörfum fyrir barnastærðir.

Tengið í hring og prjónið stroff 2 sl, 2 br. allan hringinn.

Prjónið þar til stroffið er orðið eins langt og óskað er eftir. Magnið í pakkningunum dugar í um 20 cm stroff.

Prjónið 10 umferðir slétt.

Prjónið nú hæl.


Halldóruhæll:
Skiptið lykkjunum í tvennt og prjónið annan helminginn fram og til baka 14-18 umferðir. (12 - 16) Matsatriði er hvort prjónað er slétt í báðar áttir og þannig búið til garðaprjón, eða slétt á réttunni og brugðið á röngunni og þannig verður hællinn sléttur.

Þegar hæll er nógu langur: (þumalputtaregla er að prjóna u.þ.b. jafnmargar umferðir og lykkjurnar eru á prjóninum ef lykkjur eru 20, prjónið 16-20 umferðir), er tekið saman á eftirfarandi hátt: Prjónið þar til 6 lykkjur eru eftir, prj. 2 sl. saman, snúið við, prjónið br þar til 6 lykkjur eru eftir prj. 2 br. saman, snúið við. Prjónið fram og til baka og takið alltaf saman 2 lykkjur áður en snúið er við þar til einungis miðjulykkjurnar 10 (8) eru eftir. Þá er hællinn kominn.

Takið upp lykkjurnar í hliðunum og prjónið í hring. Heppilegt er að taka upp um 10 - 13 lykkjur hvoru megin.

Prjónið eina umferð í hring.

Athugið: Nú er ristin tekin niður þannig: Prjónið saman tvær lykkjur við ristina hvoru megin í hverri umferð, þar til aftur er sami lykkjufjöldi samtals á prjónunum og þið byrjuðuð með fyrir ofan hæl. Þannig að á prjónunum eru nú 40 (36) lykkjur. Fallegra er að taka tvær lykkjur saman hægra megin á sokknum og vinstra megin að taka eina óprjónaða lykkju fram af, prjóna næstu og steypa þeirri óprjónuðu framyfir.

Prjónið framleistann. Góð regla er að „mæla á“ sem kallað er, en það er að prjóna stytta umferð á ilinni, það gerir betra lag á sokkinn. Stytt umferð er þegar snúið er við í hliðinni og ilin prjónuð fram og til baka einu sinni og svo prjónað áfram í hring. Góðar útskýringar má finna fyrir það á youtube með því að slá German short rows í leitargluggann. (þegar komið er að ristinni er snúið við. Fyrsta lykkjan tekin óprjónuð fram af, bandið sett fram fyrir og togað í þar til lykkjan verður tvöföld, prjónað brugðið að hinni hlið ilarinnar og snúið við að nýju. Fyrsta lykkjan tekin óprjónuð fram af, bandið tekið fram fyrir prjóninn og togað í þar til lykkjan verður tvöföld. Þá er prjónað áfram í hring og þessar tvær lykkjur sem eru tvöfaldar prjónaðar sem ein.

Affelling:
Þegar litla táin er að hverfa í sokkinn, er passlegt að byrja að fella af.

Góð regla er að fella af með því að í hvorri hlið eru teknar 2 l saman; Fyrstu 2 þannig; takið eina óprjónaða fram af, prjónið næstu, steypið óprjónuðu lykkjunni yfir, prjónið að hinni hliðinni slétt þar til 2 lykkur eru eftir, prjónið 2 l sl saman, prjónið 2 lykkjur saman eins og í byrjun og prjónið síðan að fyrri jaðri og prjónið þar líka saman 2 l sl. Nú hefur lykkjunum fækkað samtals um 4 því þið takið af í byrjun og enda hliðar báðum megin. Prjónið 2 umferðir án úrtöku og endurtakið síðan úrtökuna.
Prjónið 1 umf. án úrtöku og takið svo úr aftur eins og áður og endurtakið þetta tvisvar.

Síðan er tekið úr í hverri umferð, þar til 8 lykkjur eru eftir, Klippið þá frá og dragið í gegnum allar lykkjurnar og gangið frá lausum endum.
Skolið og leggið til þerris.

Dvergasokkar eru þykkari og slitsterkari en huldusokkar, en báðar tegundirnar eru 100% íslensk ull og ekki blandaðar með plasti (nyloni) eins og algengt er með sokkagarn til að styrkja það. Íslenska ullin hefur náttúrulega styrkingu í löngu og öflugu togi og það er nýtt til að gera sokkagarnið svona slitsterkt.

Gleðileg rauð slaufa
Hannyrðahornið 23. desember 2024

Gleðileg rauð slaufa

Prjónuð slaufa úr DROPS Cotton Merino, sem hægt er að nýta sem pakkaskraut, hárs...

Sveitahúfa (Húfa á húsin)
Hannyrðahornið 16. desember 2024

Sveitahúfa (Húfa á húsin)

Hugmyndir að uppskriftum og mynstrum koma víða að. Þessi húfa varð að stofni til...

Jólapottaleppar
Hannyrðahornið 3. desember 2024

Jólapottaleppar

Jólin nálgast óðfluga og alltaf gaman að taka upp jólahlutina og gefa heimilinu ...

Peysan Björk
Hannyrðahornið 20. nóvember 2024

Peysan Björk

Stærðir: XS S M L XL XXL. Yfirvídd: 88 94 100 111 120 128.

Lily Leaper Socks
Hannyrðahornið 6. nóvember 2024

Lily Leaper Socks

Prjónaðir stuttir sokkar í stroffprjóni úr DROPS Fiesta. Fiesta er nýtt nylonsty...

Peysan Fis
Hannyrðahornið 22. október 2024

Peysan Fis

Létta, lipra peysan sem göngugarpar elska að skella í bakpokann.

Bubba
Hannyrðahornið 24. september 2024

Bubba

Stærðir: XS S M L XL XXL.

Manstu vorið?
Hannyrðahornið 10. september 2024

Manstu vorið?

Þessi fallega peysa með gatamynstri á ermum er prjónuð úr DROPS Alpaca og DROPS ...