Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en mánaðar gamalt.
Nú geta breskir hundar gætt sér á vistkjöti sem er ræktað á rannsóknarstofum
Nú geta breskir hundar gætt sér á vistkjöti sem er ræktað á rannsóknarstofum
Mynd / M. Burke
Utan úr heimi 5. mars 2025

Ræktað kjöt í hundamat

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Gæludýraverslun í Bretlandi hefur sett á markað hundanammi með kjúklingakjöti sem er ræktað upp frá frumum úr einu eggi.

Verslunarkeðjan Pets at Home heldur því fram að þetta sé í fyrsta skipti á heimsvísu sem afurðir úr vistkjöti (e. cultivated meat), sem er ræktað upp frá stofnfrumum dýra, eru settar á markað. Takmarkað magn hefur verið sett í eina verslun fyrirtækisins í vesturhluta Lundúna. Frá þessu greinir Guardian.

Hundamaturinn, sem nefnist Chick Bites, er að mestu úr jurtaafurðum sem er blandað við vistkjötið. Samkvæmt framleiðandanum Meatly er vistkjötið jafn bragðgott og næringarríkt og hefðbundnar kjúklingabringur. Lítil takmörk eru fyrir því hversu mikið er hægt að rækta upp frá frumum úr einu eggi.

Í júlí á síðasta ári varð Bretland fyrsta landið í Evrópu til að heimila notkun vistkjöts í gæludýramat eftir að vörur frá Meatly fengu grænt ljós hjá ólíkum eftirlitsstofnunum. Fyrirtækið vonast til þess að á næstu þremur til fimm árum muni aukin framleiðsla gera vörurnar fáanlegar víða. Stjórnendur Meatly eru bjartsýnir á að það takist miðað við hversu stór stökk hafa verið tekin í þróun vistkjöts á allra síðustu árum.

„Spjallað“ við kýr
Á faglegum nótum 9. janúar 2023

„Spjallað“ við kýr

Atferli, hegðun, útlit og ástand nautgripa getur gefið gríðarlega mikilvægar upp...

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands

Á aðalfundi Landssambands skógareigenda (LSE) sem haldinn var í Borgarnesi í maí...

Lífræn framleiðsla – nú er lag
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Lífræn framleiðsla – nú er lag

Á undanförnum árum hefur VOR látið til sín taka með ýmsum hætti til að hvetja ti...

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið
Á faglegum nótum 3. janúar 2023

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið

Meindýr eru skaðvaldar í garð- og skógrækt og óvelkomnir gestir sem flestir vild...

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna
Á faglegum nótum 2. janúar 2023

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna

Vinna við norrænu næringarráðin (NNR), sem Norræna ráðherra­nefndin heldur utan ...

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022
Á faglegum nótum 30. desember 2022

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022

Í heildina var útkoma lamba í haust góð. Meðalfallþungi á landinu var 16,6 kg og...

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?
Á faglegum nótum 28. desember 2022

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?

Hér á landi fellur til gríðarlegt magn af lífrænum úrgangi á öllum stigum samfél...

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs
Á faglegum nótum 27. desember 2022

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs

Nú þegar líður að áramótum og allir eru búnir að skila haustskýrslu til matvælar...