Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs
Á faglegum nótum 27. desember 2022

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs

Höfundur: Halla Eygló Sveinsdóttir ráðunautur, búfjárræktar- og þjónustusvið

Nú þegar líður að áramótum og allir eru búnir að skila haustskýrslu til matvælaráðuneytisins er gott að huga að hvað er ógert varðandi skráningar í WorldFeng.

Þegar þetta er ritað er búið að grunnskrá 3.299 folöld. Fjöldi fæddra folalda sem skráð hafa verið í WF síðustu ár hefur verið rétt innan við 6.000, þannig að talsvert á eftir að bætast við.

Rétt er að fara yfir eftirfarandi í heimarétt WF:

  • Er búið að gera grein fyrir fangskráningu? Skráning á fangi er forsenda þess að hægt sé að skrá afdrif fangs á næsta ári.
  • Er búið að merkja við þá fola sem voru geltir í sumar?
  • Er búið að gera grein fyrir afdrifum hrossa?
  • Er litaskráning í lagi?
  • Er búið á setja inn nöfn á þau hross sem hafa verið nefnd?

Aðeins til upprifjunar, þá eru þessar leiðir færar til að skrá fyljun:

√ Stóðhestseigandinn skráir í sinni heimarétt hvaða hryssur voru hjá hestinum. Hryssueigandinn fær sjálfkrafa tilkynningu úr WF í tölvupósti þegar það hefur verið gert (ef netfang í WF er rétt skráð).

Mynd 1 Staðfesting komin frá öðrum stóðhestseigandanum.
Mynd 2. Valmyndir í heimarétt WF.

√ Hryssueigandi skráir fang á sínar hryssur í sinni heimarétt. Þær hryssur birtast síðan í heimarétt stóðhestseigandans sem staðfestir að hryssurnar hafi verið hjá hestinum. Geri hann það ekki fer skráning hryssueigandans ekki í gegn. Það er því mjög mikilvægt að stóðhestseigendur fylgist með hvort hryssur eru að bætast inn á hestinn í heimaréttinni. Skráning hryssueiganda á fangi er í raun tilkynning til stóðhestseiganda sem hann þarf síðan að staðfesta til að hún verið virk.

Mynd 3. Skráning á folaldi, sjálfvirk skráning á ræktanda og eiganda.

√ Stóðhestaskýrslu eða fyljunarvottorði skilað inn til RML, undirrituðu af stóðhestseiganda eða umsjónarmanni hestsins. Ef hryssurnar hafa verið sónarskoðaðar þarf dýralæknir að votta með sinni undirskrift niðurstöður úr skoðuninni. Upplýsingar um sónarskoðun eru ekki skráðar nema skýrslan sé undirrituð af dýralækni.

il glöggvunar fyrir hryssueigendur kemur grænt hak fyrir aftan upplýsingar um fangskráningu ef stóðhestseigandi hefur staðfest skráninguna.

Eins og sjá má á mynd1 hér fyrir ofan er búið að staðfesta eina fangskráningu en ekki hinar tvær. Að gefnu tilefni er rétt að benda notendum WorldFengs á að fara inn í heimaréttina sína undir flipann „Um mig“ og kanna hvort þar komi ekki örugglega upp rétt netfang. Ef netfang vantar eða það er ekki rétt er lítil von til að tilkynningar úr WF skili sér á réttan stað. (Mynd 2).

Nýjung í heimarétt WF

Ein breyting var gerð á heimaréttinni nú í haust og hún er sú að nú geta hryssueigendur ákveðið hvernig þeir vilja að skráning verði á ræktanda og eiganda um leið og þeir skrá folald. Hingað til hefur það verið þannig að þegar folald er skráð í gegnum heimarétt þá hefur eigandi móður sjálfkrafa verið skráður ræktandi og eigandi að folaldinu.

Eins og sjá má neðst á mynd 3 er kominn möguleiki á að taka út hak þar sem stendur „Eigandi móður skráður sem ræktandi og eigandi folalds“.

Ef hakið er tekið úr þá opnast nýir gluggar, „Fjöldi ræktenda“ og „Fjöldi eigenda“ (sjá mynd 4). Ef ræktendur eru tveir þá opnast möguleiki að skrá inn tvo aðila. Sama gerist ef valið er að eigandi sé einn, þá opnast möguleiki á að skrá einn eiganda eins og sjá má á mynd 4.

Þessi breyting er kærkomin og ætti að auðvelda mjög skráningu á ræktendum og eigendum folalda.

Dálítið er um að það vanti skráningu á lit á hrossum í WF en við viljum endilega að hann sé skráður. Upplýsingar um litanúmerakerfið er að finna í WF. Litakerfið er þannig upp sett að lit er lýst með fjórum tölustöfum.

Fyrsti tölustafurinn segir til um aðallit (rautt, brúnt ...), sá næsti blæbrigði (ljósrautt, dökkrautt o.s.frv.), þriðji tölustafurinn segir til um hvort hrossið er einlitt, tvílitt eða með stjörnu, nös, sokk o.s.frv. Fjórða og síðasta talan er enn frekara auðkenni, s.s. glófext, vagl í auga, glaseygt o.s.frv.

Þetta er því ekki eins flókið og það kannski virðist við fyrstu sýn. Ástæða þess að litur er skráður á þennan hátt er að þá er hægt að skoða á auðveldan hátt fjölda ákveðinna lita í stofninum.

Ef litur væri eingöngu skráður með orðum s.s. rauðstjörnóttur þá gætum við ekki unnið á sama hátt með þessar upplýsingar. Það er hins vegar um að gera að lýsa litnum líka með orðum, ekki hvað síst ef hrossið hefur einhver einkenni sem ekki rúmast innan þessa talnakerfis.

Tekið er á móti skýrsluhaldspappírum á öllum starfsstöðvum RML. Skráning fer að mestu fram á starfsstöðvunum á Akureyri og á Selfossi og því æskilegt að þeir sem senda pappíra með pósti sendi á heimilisföngin:

RML, Óseyri 2, 603 Akureyri, eða RML, Austurvegur 1, 800 Selfoss

Ef eitthvað er óljóst varðandi skýrsluhaldið er hægt að senda fyrirspurnir á netföngin agg@rml.is eða halla@rml.is eða hringja í síma 516-5000.

„Spjallað“ við kýr
Á faglegum nótum 9. janúar 2023

„Spjallað“ við kýr

Atferli, hegðun, útlit og ástand nautgripa getur gefið gríðarlega mikilvægar upp...

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands

Á aðalfundi Landssambands skógareigenda (LSE) sem haldinn var í Borgarnesi í maí...

Lífræn framleiðsla – nú er lag
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Lífræn framleiðsla – nú er lag

Á undanförnum árum hefur VOR látið til sín taka með ýmsum hætti til að hvetja ti...

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið
Á faglegum nótum 3. janúar 2023

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið

Meindýr eru skaðvaldar í garð- og skógrækt og óvelkomnir gestir sem flestir vild...

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna
Á faglegum nótum 2. janúar 2023

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna

Vinna við norrænu næringarráðin (NNR), sem Norræna ráðherra­nefndin heldur utan ...

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022
Á faglegum nótum 30. desember 2022

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022

Í heildina var útkoma lamba í haust góð. Meðalfallþungi á landinu var 16,6 kg og...

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?
Á faglegum nótum 28. desember 2022

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?

Hér á landi fellur til gríðarlegt magn af lífrænum úrgangi á öllum stigum samfél...

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs
Á faglegum nótum 27. desember 2022

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs

Nú þegar líður að áramótum og allir eru búnir að skila haustskýrslu til matvælar...