Fæðufullveldi og falsfréttir
Mér hefur síðustu dagana þótt gaman að japla á jákvæða nýyrðinu „fæðufullveldi“ sem ég hafði a.m.k. aldrei heyrt fyrr en á nýlegum fundi um landbúnaðarmál. Það er minna gaman að öðrum og neikvæðari hugtökum á borð við falsfréttir og upplýsingaóreiðu sem því miður heyrðust þarna líka. Ég viðurkenni að sjálfur er ég ekki saklaus af því orðfæri.