Meirihluti dýrahræja urðaður ólöglega
Dýrahræ og -leifar flokkast sem „aukaafurð dýra“ í regluverki úrgangsmála, sem ein gerð „úrgangs“. Það er á ábyrgð bænda sjálfra og annarra eigenda aukaafurðanna að koma þeim til viðeigandi förgunar, innan þeirra lögformlegu leiða sem eru í boði.