baendabladid.is
þriðjudagur 22. október 2019
Hlunnindi og veiði 18. október

„Maríulaxinn var sterkur“

„Við maðurinn ákváðum að skella okkur einn dag í Jōklu áður en tímabilið væri búið,“ sagði Bára Péturs er við spurðum um veiðitúrinn í Jöklu fyrir skömmu og þar átti ýmislegt eftir að gerast.

Fræðsluhornið 18. október

Byggðu upp mjólkurframleiðslu inn í miðri eyðimörk!

Það sem flestir líta á sem óyfirstíganlegar hindranir, líta Kínverjar oft á bara sem verkefni og eru til mörg dæmi um þennan hugsunargang í Kína. Eitt skýrasta dæmið innan landbúnaðar er einstök uppbygging fyrirtækisins Shengmu á kúabúskap í héraðinu Innri Mongólíu.

Líf og starf 18. október

Lífgrös og leyndir dómar

Lækningajurtir og saga lækninga eru viðfangsefni bókar­innar Lífgrös og leyndir dómar sem dr. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir þjóð­fræðingur er að senda frá sér. Í bókinni er meðal annars fjallað um gamlar íslenskar lækningabækur og hvernig þekking á íslenskum lækninga­grösum safnaðist saman, blandaðist um tíma hjátrú og göldrum, en varð um síðir að þeim grasalækningum og lyfjaiðnaði sem við þekkjum í dag.

Fréttir 18. október

Vöktun á súrnun sjávar og jöklum

Ríflega 250 milljónum króna verður varið til að efla vöktun á súrnun sjávar og á jöklum næstu fimm árin hér á landi. Ákvörðunin var tilkynnt í tilefni útkomu nýrrar skýrslu milliríkjanefndar Sameinuðu þjóðanna um áhrif loftslags­breytinga á hafið og freðhvolfið.

Líf og starf 17. október

Stunda blandaðan búskap með menningartengda ferðaþjónustu og matvælavinnslu

Hjónin Svavar Pétur Eysteinsson og Berglind Häsler búa á Karls­stöðum í Berufirði og stunda þar blandaðan búskap með menningu, matvælaframleiðslu og ferða­þjónstu undir vörumerkinu Havarí.

Líf og starf 17. október

Skemmtileg fjárlitasýning í Árbæjarhjáleigu

Fjöldi manns mætti á bæinn Árbæjarhjáleigu í Holtum sunnudaginn 6. október þar sem árleg litasýning fjárræktarfélagsins Lits fór fram.

Fréttir 17. október

Páfagaukastríð

Borgaryfirvöld í Madrid á Spáni ætla að fækka páfagaukum í borginni til að draga úr sýkingahættu. Samkvæmt opinberum tölum hefur grænum munka-páfagaukum, Myiopsitta monachus, fjölgað gríðarlega í borginni og annars staðar á Spáni undanfarin ár.

Gamalt og gott

Gamalt og gott 02. september

Austurlamb seldi rösk tvö tonn í vefsölu

Bændablaðið greindi frá því í janúar 2004 að Austurlamb hefði selt tvö tonn dilkakjöts eftir sláturtíðina 2003 &ia..
Gamalt og gott 14. maí

Rafbændur sameinast árið 1999

Í forsíðufrétt 18. maí árið 1999 er greint frá undirbúningi að stofnun Landssamtaka raforkubænda, en það eru þeir bændur sem möguleika hafa á raforkuvirkjun á eigin landareign.

Gamalt og gott 20. febrúar

Bændur breyttu fóðurgjöf kúa og kálfdauði hætti að mestu

Í 3. tölublaði Bændablaðsins árið 2007 var á forsíðu sagt frá því að tveir kúabændur á Suðurlandi hafi breytt fóðurgjöf hjá kúm með þeim árangri að kálfadauði nánast varð úr sögunni hjá þeim.

Skoðun

11 °
Reykjavík
Áskrift að pdf
Skrá netfang í áskrift að Bændablaðinu á pdf-formi.
Prjónahornið Sjá allt efni
Matarkrókurinn Sjá allar uppskriftir