„Ég er ekki með neitt þannig,“ segir Sólveig Jóhannesdóttir Larsen.
„Nei, það er ég ekki með. Ég er ekki farinn að hugsa svo langt. Það var bara í fréttum í fyrradag þar sem var verið að hvetja til þess,“ segir Víkingur Kristjánsson.
„Nei. Ég kaupi alltaf til viku í einu,“ segir Rósa Ingibjörg Oddsdóttir.
„Nei. Ég á samt fullt af mat, en er ekki með neitt sérstakt sem ég tek til hliðar. Ég trúi því ekki að það verði það mikið ástand að ég þurfi á því að halda í það langan tíma,“ segir Sigrún Erla Karlsdóttir.
„Já, ég er með þetta allt. Mat, vatn og batterí. Þetta er eitthvað sem ég hef alltaf haft,“ segir Þórey Guðmundsdóttir.
„Ég er byrjaður að safna af því að ég er hræddur um að verðið hækki svo mikið. Ég er með pakkavörur,“ segir Guðmundur Þórir Sigurðsson
„Já, ég er með mikið af matvælum, dósamat, batterí
og vasaljós og stóran pott sem er hægt að nota undir vatn,“ segir Hilmar Högnason.
„Nei, ég er ekki með það. Ég held að ég sé ekki nógu bangin,“ segir Ásta Steingerður Geirsdóttir.
„Já, maður hefur alltaf eitthvað vatn, dósamat og þurrmat til öryggis. Þannig verður maður öruggari ef það kemur eitthvað upp á. Eins og ástandið er í heiminum getur allt skeð,“ segir Guðrún Sigríður Mattíasdóttir.
„Nei. Ég er ekkert búinn að spá í þetta, annað en það að maður á alltaf kjöt í frysti,“ segir Brynjar Þór Bjarnason.
„Já, lyf og vatn. Svo á ég dósamat,“ segir Andrea Kristín Ármannsdóttir.
„Það er einfalt: Nei,“ segir Nikulás S. Óskarsson
„Nei, engar birgðir umfram það vanalega,“ segir Hamerabi Al Sayd Ali.