Spádómsgáfa Bændablaðsins
Nú þegar Bændablaðið er orðið þrjátíu ára hef ég verið að rýna í eldri árganga blaðsins. Þrátt fyrir að það sé rannsóknarefni út af fyrir sig að hver greinin og fréttin á fætur annarri gæti hafa verið skrifuð í dag þá vekur það sérstaka athygli, og jafnvel furðu, hversu sannspár miðillinn hefur verið um áskoranir í íslenskum landbúnaði.