Þórunn Jónasdóttir skólastjóri og Berglind Björk Guðnadóttir, formaður Kvenfélags Hraungerðishrepps, en félagið færði skólanum 200 þúsund krónur að gjöf, sem nýta á til uppbyggingar á tæknirými skólans.
Hulda Kristjánsdóttir sveitarstjóri hélt stutt ávarp í afmælinu en Flóahreppur færði skólanum frá sveitarstjórn 5 milljónir króna til kaupa á leiktækjum á skólalóðina.
Flóaskóli er vinsæll og skemmtilegur skóli þar sem nemendur og starfsfólk njóta sín saman í leik og starfi.
Kristín Sigurðardóttir, fyrsti skólastjóri Flóaskóla mætti í 20 ára afmælið og sagði á skemmtilegan hátt frá fyrstu átta árum skólans, sem hún stýrði með sínu fólki. Í dag er hún skólastjóri Salaskóla í Kópavogi.
Þórunn skólastjóri og Guðmunda Bríet Steindórsdóttir, formaður Ungmennafélagsins Þjótanda, en félagið færði skólanum 500 þúsund krónur að gjöf sem á að nýta til heilsueflingar, íþróttaiðkunar og útivistar nemenda skólans.
Hugrún Lísa Guðmundsdóttir Johnsen, nemandi
í 10. bekk, söng fyrir afmælisgesti og Hafdís Gígja Björnsdóttir kennari spilaði á gítar.
Elfa Rún Heimisdóttir frá Árprýði (t.v.), nemandi í
9. bekk, og Hugrún Svala Guðjónsdóttir frá Þjórsárnesi, nemandi í 10. bekk, lýstu því skemmtilega fyrir afmælisgestum hvernig er að vera nemandi í Flóaskóla
en þær eru báðar í nemendaráði skólans.
Frá vinstri, Ísak Nökkvi Bergþórsson nemandi í 8. bekk frá Lækjarbakka, Gunnar Elí Friðriksson Whalen nemandi í 10. bekk, sem býr Selfossi, Guðni Bóas Davíðsson nemandi í 9. bekk frá Ármótsflöt og Jón Oliver Rúnarsson nemandi í 9. bekk frá Súluholti.
Hér eru vinkonurnar Margrét Lóa Stefánsdóttir í 10. bekk frá Gerðum (t.v.) og Katrín Lísa Guðmundsdóttir Johnsen, sem er 8. bekk og býr á Selfossi.
Guttormur Ólafarson, sem er í 2. bekk og frá Laugardælum, og Íris Harpa Kristinsdóttir frá Vatnsholti, nemandi 3. bekkjar.
Nemendum var meðal annars boðið í pylsupartí í hádeginu á afmælisdaginn, sem allir kunnu vel að meta. Hér eru þeir frá vinstri, Jón Oliver Rúnarsson í 9. bekk frá Súluholti, Styrkár Freyr Birgisson í 9. bekk frá Oddgeirshólum og Albert Hellsten Högnason í
Kvenfélag Villingaholtshrepps færði skólanum 800.000 króna peningagjöf til kaupa á leiktækjum á skólalóðina. Hér tekur Þórunn við gjafabréfinu frá þeim Ósk Unnarsdóttur og Miu Hellsten úr stjórn kvenfélagsins.