Þorraþræll 2025

Fróði Kristinsson: Uppáhaldið mitt er skyr, harðfiskur og sviðasulta.
Geir Atli Zoëga: Ég ólst ekki upp við þorramatinn en þykir kæstur hákarl lúmskt góður í dag. Sem barn borðaði ég hangikjöt sem er kannski ekki beinlínis þorramatur.
Gísli Berg Ég borða þorramat – allt nema hákarl. Sviðasulta er mitt uppáhald og síld. Laukurinn í síldinni sérstaklega, mikill laukari. Sem krakki vildi ég helst sviðasultu og síld.
Hafþór Hrafn Ágústsson: Ég borða harðfisk ef má kalla hann þorramat! Annars aldrei mikið fyrir þetta.
Ingibjörg Jóna Sigurðardóttir: Ég er hrifnust af saltkjöti í dag en elskaði svið sem krakki.
Katrín Eydís Hjörleifsdóttir: Ég borða þorramat og hlakka til þegar þessi árstími kemur, enda sérstaklega hrifin af hákarlinum. Ég var svo mikill gikkur þegar ég var lítil og vildi alls ekki þorramat þá.
Kolbrún Jóhannsdóttir: Hrútspungar eru í uppáhaldi í dag en þegar ég var barn þá borðaði maður nú bara það sem fyrir mann var lagt.
Kristjana Eyjólfsdóttir: Súrmatur eru mínar ær og kýr. Skemmtilegt að segja frá því að þegar ég var 5–6 ára vildi ég helst ekki borða neitt nema súrt rengi.
Markús Máni Björnsson: Já. Hákarl eða lifrarpylsa. Lifrarpylsan líka þegar ég var lítill.
Victoria Medina Recasens: Ég er frá Venesúela en hef nú samt prófað þorramat. Hákarl er hræðilegur en ég er hrifnust af blóðmör. Ég ólst upp við að borða blóðpylsu í Venesúela sem var svolítið svipuð.