Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 mánaða.
Þau Heiðdís Björk Gunnarsdóttir, Sólveig María Svana Haraldsdóttir og Hallur Örn Guðjónsson standa sig með prýði á sviðinu.
Þau Heiðdís Björk Gunnarsdóttir, Sólveig María Svana Haraldsdóttir og Hallur Örn Guðjónsson standa sig með prýði á sviðinu.
Menning 25. nóvember 2024

Fjórtándi jólasveinninn

Höfundur: Sigrún Pétursdóttir

Liðsmenn Freyvangsleikhúss Akureyrar frumsýndu barnaverkið Fjórtándi jólasveinninn þann 23. nóvember.

Þetta jólaævintýri er frumsamið eftir Ásgeir Ólafsson Lie og fjallar um hina hefðbundnu jólasveinafjölskyldu, Grýlu, Leppalúða og jólaköttinn, en einnig um lítinn ólátabelg sem áhorfendur fá að kynnast betur. Litli jólasveinninn Ólátabelgur kom óvænt í heiminn og hefur því ekki hlutverk eins og aðrir innan fjölskyldunnar.

Það er ekki skemmtilegt að vera öðruvísi en allir í kringum sig og því þarf Ólátabelgur að hafa fyrir því að finna sinn tilgang í lífinu ef svo má segja.

Leikstjórn er í höndum Jóhönnu S. Ingólfsdóttur, sem leikstýrir nú í þriðja sinn aðventuverki hjá Freyvangsleikhúsinu, tónlist er eftir Eirík Bóasson og textar eftir Helga Þórsson.

Á sviðinu eru 19 leikarar í heildina á öllum aldri, frá 10–74 ára auk hljómsveitarinnar og má nærri geta að líf og fjör verður á sviðinu. Þetta er jólaævintýri sem enginn má missa af en frumsýning var laugardaginn 23. nóvember kl. 13. Frekari sýningar verða svo í Freyvangi laugardaga og sunnudaga kl.13. Nánari upplýsingar á tix.is, á Facebook-síðu Freyvangsleikhússins og í síma 857-5598.

Skylt efni: freyvangsleikhús

Uppskipun á áburði
Líf og starf 15. apríl 2025

Uppskipun á áburði

Einn af vorboðunum er innflutningur á tilbúnum áburði til túnræktar.

Samspil ljóss og hljóðs veitir vellíðan
Líf og starf 15. apríl 2025

Samspil ljóss og hljóðs veitir vellíðan

Bryndís Bolladóttir vakti fyrst athygli vegna hönnunar sinnar á Kúlunni, hljóðde...

Glæsileg vörn
Líf og starf 15. apríl 2025

Glæsileg vörn

Við sögðum í síðasta briddsþætti frá snjallri sagnvenju á Norðurlandamóti bridds...

Í lok vertíðar
Líf og starf 14. apríl 2025

Í lok vertíðar

Eftir því sem líða fer að sumri ljúka áhugaleikhús landsins sýningum sínum, en a...

Stjörnuspá vikunnar
Líf og starf 14. apríl 2025

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn gengur nú inn í tímabil þar sem gott er að vinna að nýjum hugmyndum ...

Bæjarnöfn á ská og skjön
Líf og starf 11. apríl 2025

Bæjarnöfn á ská og skjön

Nöfn íslenskra bæja og býla til sveita eru fjölskrúðug, svo ekki sé dýpra í árin...

Prjónavetri lýkur
Líf og starf 10. apríl 2025

Prjónavetri lýkur

Íslenskur prjónaiðnaður hættir aldrei að vera móðins enda hefur Listasafn Sigurj...

Falleg sumarpeysa
Líf og starf 9. apríl 2025

Falleg sumarpeysa

Falleg peysa fyrir sumarið, prjónuð úr DROPS Muskat eða DROPS Belle sem er á 30%...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f