Stikla úr kvikmyndinni Svar við bréfi Helgu.
Stikla úr kvikmyndinni Svar við bréfi Helgu.
Mynd / Skjáskot
Menning 20. nóvember 2024

Fornar ástir og fengitíð

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Af mörgu er að taka þegar hugað er að íslenskum kvikmyndum sem hafa drepið niður fæti í íslenskri sveit og tengjast jafnvel landbúnaði á einhvern hátt.

Af nýrri myndum kemur Svar við bréfi Helgu í leikstjórn Ásu Helgu Hjörleifsdóttur upp í hugann. Myndin er byggð á samnefndri skáldsögu Bergsveins Birgissonar frá 2010 og var frumsýnd í sumarlok árið 2022. „Í afskekktum firði á 5. áratug síðustu aldar verður hinn ungi bóndi Bjarni ástfanginn af Helgu, konunni á næsta bæ. Þau hefja ástríðufullt, forboðið ástarsamband, og brátt fara tilfinningarnar að flæða jafnhömlulaust og hafið sem umkringir þau“, segir í kynningu á myndinni. Þá er þessi söguþráður aðgengilegur á vef Kvikmyndamiðstöðvar: „Aldraður bóndi skrifar bréf til ástkonunnar sem honum bauðst að fylgja til borgarinnar forðum tíð. Gerði hann rétt í að taka sveitina fram yfir kærleikann? Hefði hann fremur átt að flytjast til Reykjavíkur til að moka skurð eða reisa bragga fyrir Ameríkana? Minningar úr sveitinni fléttast inn í safaríkar frásagnir af því sem hann kallar fengitíð lífs síns. Fornar ástir renna saman við sagnir af gleymdum líkum, lágfættum hrútum sem liggja afvelta milli þúfna og því þegar Farmallinn kom.“

Með helstu hlutverk, hlutverk elskendanna Bjarna og Helgu, fara þau Þorvaldur Davíð Kristjánsson og Hera Hilmarsdóttir. Eftirfarandi er listi, þó ekki tæmandi, yfir íslenskar kvikmyndir sem komið hafa við í sveit að einhverju eða öllu leyti og getið um titil þeirra, leikstjóra og hvaða ár þær voru frumsýndar.

  • Milli fjalls og fjöru, Loftur Guðmundsson, 1949.
  • Síðasti bærinn í dalnum, Óskar Gíslason, 1950.
  • Niðursetningurinn, Loftur Guðmundsson, 1951.
  • Reykjavíkurævintýri Bakkabræðra, Óskar Gíslason, 1951.
  • Land og synir, Ágúst Guðmundsson, 1980.
  • Sóley, Róska, 1982.
  • Dalalíf, Þráinn Bertelsson, 1984.
  • Eins og skepnan deyr, Hilmar Oddsson, 1986.
  • Kristnihald undir Jökli, Guðný Halldórsdóttir, 1989.
  • Börn náttúrunnar, Friðrik Þór Friðriksson, 1991.
  • Svo á jörðu sem á himni, Kristín Jóhannesdóttir, 1992.
  • Hin helgu vé, Hrafn Gunnlaugsson, 1993.
  • Agnes, Egill Eðvarðsson, 1995.
  • Veðramót, Guðný Halldórsdóttir, 2007.
  • Duggholufólkið, Ari Kristinsson, 2007.
  • Brúðguminn, Baltasar Kormákur, 2008.
  • Heiðin, Einar Þór Gunnlaugsson, 2008.
  • Sumarlandið, Grímur Hákonarson, 2010.
  • Hross í oss, Benedikt Erlingsson, 2013.
  • Hrútar, Grímur Hákonarson, 2015.
  • Svanurinn, Ása Helga Hjörleifsdóttir, 2018.
  • Kona fer í stríð, Benedikt Erlingsson, 2018.
  • Héraðið, Grímur Hákonarson, 2019.
  • Dýrið, Valdimar Jóhannsson, 2021.
  • Svar við bréfi Helgu, Ása Helga Hjörleifsdóttir, 2022.
  • Volaða land, Hlynur Pálmason, 2023
Smyrill
Líf og starf 20. nóvember 2024

Smyrill

Smyrill er minnsti og jafnframt algengasti ránfuglinn á Íslandi. Hann er nokkuð ...

Róbóti í stuði
Líf og starf 19. nóvember 2024

Róbóti í stuði

Róbótar Internetsins verða betri og betri í bridds. Þeir eru reyndar oft slakir ...

Förum okkur hægar
Líf og starf 18. nóvember 2024

Förum okkur hægar

Mikið hefur verið fjallað um „fast fashion“ eða hraðtísku í fjölmiðlum sl. ár, þ...

Íslandsmót skákfélaga
Líf og starf 15. nóvember 2024

Íslandsmót skákfélaga

Árlega eru haldin tvö mjög fjölmenn skákmót á Íslandi, Íslandsmót skákfélaga og ...

Íslensku hreindýrin í nýrri ljósmyndabók
Líf og starf 13. nóvember 2024

Íslensku hreindýrin í nýrri ljósmyndabók

Út er komin ljósmyndabókin Á slóðum íslenskra hreindýra í fylgd með Skarphéðni G...

Nautaskankar
Líf og starf 13. nóvember 2024

Nautaskankar

Þverskornir nautaskankar, oft ranglega merktir sem Osso Buco, eru ekki oft í hil...

Stjörnuspá vikunnar
Líf og starf 11. nóvember 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn hefur sjaldan verið óþreyjufyllri en þarf að hægja á sér ef vel á að...

Metnaðarfullt umhverfi
Líf og starf 8. nóvember 2024

Metnaðarfullt umhverfi

Lífið á garðyrkjustöðinni Espiflöt í Reykholti er litríkt. Næstu daga geta lesen...

Er stærstu eyðimörk Evrópu að finna á Íslandi?
20. nóvember 2024

Er stærstu eyðimörk Evrópu að finna á Íslandi?

Fornar ástir og fengitíð
20. nóvember 2024

Fornar ástir og fengitíð

Smyrill
20. nóvember 2024

Smyrill

Minkarækt bönnuð í Rúmeníu
20. nóvember 2024

Minkarækt bönnuð í Rúmeníu

Peysan Björk
20. nóvember 2024

Peysan Björk