Landamærum lokað í Austurríki
Mynd / Andrew Messner
Utan úr heimi 15. apríl 2025

Landamærum lokað í Austurríki

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Vegna útbreiðslu gin- og klaufaveiki hafa stjórnvöld í Austurríki ákveðið að loka landamærunum að Slóvakíu og Ungverjalandi.

Sjúkdómurinn breiðist helst út meðal svína og nautgripa, en hann berst ekki eingöngu beint milli dýra, heldur getur mannfólk flutt sóttina í klæðum sínum. Í þeim héröðum Slóvakíu og Ungverjalands sem liggja að Austurríki hafa fjölmörg tilfelli greinst. Frá þessu er greint í Kronen Zeitung.

Um helgina var samtals 23 landamærastöðvum lokað fyrir allri umferð og mun lokunin standa til 20. apríl. Er það gert til að vernda austurrískt búfé, en sóttin hefur ekki greinst í landinu síðan 1981. Bændum er bent á að vera sérstaklega á verði, bæði með því að gæta að hreinlæti og klæðast hlífðarfatnaði, ásamt því að skrásetja allar heimsóknir á bæinn og flutning dýra. Austurrísk stjórnvöld munu skima fyrir veikinni í landamærahéröðum á næstu vikum, en bændum er bent á að fylgjast vel með einkennum sem eru blöðrur, slappleiki og hiti. Ginog klaufaveiki smitast ekki í menn.

„Spjallað“ við kýr
Á faglegum nótum 9. janúar 2023

„Spjallað“ við kýr

Atferli, hegðun, útlit og ástand nautgripa getur gefið gríðarlega mikilvægar upp...

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands

Á aðalfundi Landssambands skógareigenda (LSE) sem haldinn var í Borgarnesi í maí...

Lífræn framleiðsla – nú er lag
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Lífræn framleiðsla – nú er lag

Á undanförnum árum hefur VOR látið til sín taka með ýmsum hætti til að hvetja ti...

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið
Á faglegum nótum 3. janúar 2023

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið

Meindýr eru skaðvaldar í garð- og skógrækt og óvelkomnir gestir sem flestir vild...

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna
Á faglegum nótum 2. janúar 2023

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna

Vinna við norrænu næringarráðin (NNR), sem Norræna ráðherra­nefndin heldur utan ...

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022
Á faglegum nótum 30. desember 2022

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022

Í heildina var útkoma lamba í haust góð. Meðalfallþungi á landinu var 16,6 kg og...

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?
Á faglegum nótum 28. desember 2022

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?

Hér á landi fellur til gríðarlegt magn af lífrænum úrgangi á öllum stigum samfél...

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs
Á faglegum nótum 27. desember 2022

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs

Nú þegar líður að áramótum og allir eru búnir að skila haustskýrslu til matvælar...