Falleg sumarpeysa
Líf og starf 9. apríl 2025

Falleg sumarpeysa

Höfundur: Prjónakveðja, stelpurnar í Handverkskúnst www.garn.is

Falleg peysa fyrir sumarið, prjónuð úr DROPS Muskat eða DROPS Belle sem er á 30% afslætti í mars. Peysan er prjónuð neðan frá og upp með gatamynstri, laskalínu og tölum að aftan. Hægt að snúa peysunni við og hneppa að framan.

DROPS Design: Mynstur nr r-677.

Stærðir: S (M) L (XL) XXL (XXXL).

Ummál: 88 (96) 104 (116) 126 (138)

Garn: DROPS MUSKAT fæst í Handverkskúnst. 350 (400) 450 (450) 500 (550) gr litur á mynd nr 06, ljósbleikur.

Eða notið: DROPS BELLE fæst í Handverkskúnst. 300 (350) 400 (400) 450 (500) gr t.d. litur nr 11, bleikur.

Prjónar: Hringprjónn 80 cm nr 3,5 og 4mm. Sokkaprjónar nr 3,5 – eða þá stærð sem þarf til að 21 lykkju og 28 umf með sléttprjóni = 10 x 10 cm á prjóna nr 4.

Tölur: 15mm: 6 (6) 6 (6) 6 (6) stk.

GARÐAPRJÓN (prjónað fram og til baka): Lykkjurnar prjónast slétt í öllum umf.

GARÐAPRJÓN (prjónað í hring): * 1 umf sl og 1 umf br *, endurtakið frá *-*.

MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.1. Mynsturteikning sýnir allar umf í mynstri séð frá réttu.

LASKALÍNA: Fækkið um 2 l í hverri skiptingu á milli fram- og bakstykkis og erma.

Fækkið lykkjum frá réttu þannig: Byrjið 3 l á undan prjónamerki og prjónið þannig: 2 l slétt saman, 2 l sl (prjónamerki er staðsett á milli þessa 2 l), takið 1 l óprjónaða eins og prjóna eigi slétt, 1 l sl, steypið óprjónuðu l yfir. Fækkið lykkjum frá röngu þannig: Byrjið 3 l á undan prjónamerki og prjónið þannig: 2 l snúnar br saman, 2 l br (prjónamerki er staðsett á milli þessa 2 l), 2 l br saman.

HNAPPAGAT: Fellið af fyrir hnappagötum í fyrri kanti frá réttu. 1 hnappagat = prjónið 3. og 4. l frá miðju að aftan slétt saman og sláið síðan 1 sinni uppá prjóninn. Fellið af fyrir hnappagati þegar stykkið mælist:

STÆRÐ S: 6, 13, 20, 27, 34 og 42 cm.

STÆRÐ M: 6, 13, 20, 28, 36 og 44 cm.

STÆRÐ L: 6, 14, 22, 30, 38 og 46 cm.

STÆRÐ XL: 6, 14, 22, 30, 39 og 48 cm.

STÆRÐ XXL: 6, 14, 23, 32, 41 og 50 cm.

STÆRÐ XXXL: 9,18, 27, 36, 45 og 52 cm.

PEYSA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Stykkið er prjónað fram og til baka á hringprjóna frá miðju að aftan.

PEYSA: Fitjið upp 197 (213) 229 (253) 277 (301) lykkjur (meðtaldar 5 kantlykkjur í hvorri hlið við miðju að aftan) á hringprjóna nr 3,5 með Muskat eða Belle. Prjónið 6 umf GARÐAPRJÓN – sjá útskýringu að ofan. Skiptið yfir á hringprjóna nr 4, síðan er prjónað þannig – frá réttu: 5 l garðaprjón (= kantur), A.1 A (= 2 l), A.1 C (= 15 l), sléttprjón yfir næstu 44 (44) 52 (56) 60 (64) lykkjur , A.1 A A ( = 2 l), A.1B yfir næstu 48-64-64- 80-96-112 l, A1.C (= 15 l), sléttprjón yfir næstu 44-44-52-56-60-64 l, endið á A.1 A (= 2 l), A.1 C (= 15 l) og 5 l garðaprjón (= kantur). Haldið áfram með þetta mynstur. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Þegar stykkið mælist 6 cm eru sett 2 prjónamerki í stykkið, 52 (56) 60 (66) 72 78 l inn frá hvorri hlið (= 93 (101) 109 (121) 133 (145) l á milli prjónamerkja á framstykki). Fækkið nú um 1 l hvoru megin við bæði prjónamerkin (= 4 l færri). Endurtakið úrtöku með 2 cm millibili, 3 sinnum til viðbótar = 181 (197) 213 (237) 261 (285) lykkjur. Þegar stykkið mælist 18 cm í öllum stærðum er aukið út um 1 l hvoru megin við bæði prjónamerkin í hliðum (= 4 l fleiri). Endurtakið útaukningu með 4 (4) 4 (5) 5 (5) cm millibili, 3 sinnum til viðbótar = 197 (213) 229 (253) 277 (301) l. Þegar stykkið mælist 32 (33) 34 (35) 36 (37) cm fellið af fyrir handveg í hvorri hlið þannig: Prjónið þar til 4 l eru eftir á undan fyrra prjónamerki í hlið, fellið af næstu 8 l, prjónið þar til 4 l eru eftir á undan seinna prjónamerki í hinni hliðinni, fellið af næstu 8 l og prjónið út umf. Nú eru 85 (93) 101 (113) 125 (137) l á framstykki og 48 (52) 56 (62) 68 (74) l á hvoru bakstykki. Geymið stykkið og prjónið ermar.

ERMI: Stykkið er prjónað í hring á sokkaprjóna. Fitjið upp 74 (78) 82 (86) 90 (94) l á sokkaprjóna nr 3,5 með Muskat eða Belle. Prjónið 6 umf GARÐAPRJÓN – sjá útskýringu að ofan. Prjónið síðan 1 umf slétt, JAFNFRAMT eru felldar af 8 l undir ermi = 66 (70) 74 (78) 82 (86) l eftir á prjóni. Geymið stykkið og prjónið hina ermina á sama hátt.

BERUSTYKKI: Setjið inn ermar á sama hringprjón og fram- og bakstykki þar sem fellt var af fyrir handveg = 313 (337) 361 (393) 425 (457) l. Setjið 1 prjónamerki í allar skiptingar á milli fram- og bakstykkis og erma (= 4 prjónamerki). Haldið áfram í sléttprjóni og mynstri eins og áður JAFNFRAMT í næstu umf frá réttu byrjar úrtaka fyrir LASKALÍNA – sjá útskýringu að ofan (= 8 l færri). Endurtakið úrtöku í annarri hverri umf alls 20 (21) 22 (22) 23 (24) sinnum og síðan í hverri umf 3 (4) 5 (7) 8 (9) sinnum. Eftir úrtöku fyrir laskalínu eru 129 (137) 145 (161) 177 (193) l eftir á prjóni. Prjónið 4 umf garðaprjón yfir allar l, JAFNFRAMT í fyrstu umf er fækkað um 20 (26) 32 (45) 50 (58) l jafnt yfir = 109 (111) 113 (116) 127 (135) l. Fellið af.

FRÁGANGUR: Saumið saman op undir ermum. Saumið tölur í hægri kant að framan. Peysuna er einnig hægt að prjóna með löngum ermum. Þú finnur DROPS Design: Mynstur nr cl-043 á garnstudio.com 

Uppskipun á áburði
Líf og starf 15. apríl 2025

Uppskipun á áburði

Einn af vorboðunum er innflutningur á tilbúnum áburði til túnræktar.

Samspil ljóss og hljóðs veitir vellíðan
Líf og starf 15. apríl 2025

Samspil ljóss og hljóðs veitir vellíðan

Bryndís Bolladóttir vakti fyrst athygli vegna hönnunar sinnar á Kúlunni, hljóðde...

Glæsileg vörn
Líf og starf 15. apríl 2025

Glæsileg vörn

Við sögðum í síðasta briddsþætti frá snjallri sagnvenju á Norðurlandamóti bridds...

Í lok vertíðar
Líf og starf 14. apríl 2025

Í lok vertíðar

Eftir því sem líða fer að sumri ljúka áhugaleikhús landsins sýningum sínum, en a...

Stjörnuspá vikunnar
Líf og starf 14. apríl 2025

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn gengur nú inn í tímabil þar sem gott er að vinna að nýjum hugmyndum ...

Bæjarnöfn á ská og skjön
Líf og starf 11. apríl 2025

Bæjarnöfn á ská og skjön

Nöfn íslenskra bæja og býla til sveita eru fjölskrúðug, svo ekki sé dýpra í árin...

Prjónavetri lýkur
Líf og starf 10. apríl 2025

Prjónavetri lýkur

Íslenskur prjónaiðnaður hættir aldrei að vera móðins enda hefur Listasafn Sigurj...

Falleg sumarpeysa
Líf og starf 9. apríl 2025

Falleg sumarpeysa

Falleg peysa fyrir sumarið, prjónuð úr DROPS Muskat eða DROPS Belle sem er á 30%...