Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 mánaða.
Atvinnuvegaráðuneytið
Atvinnuvegaráðuneytið
Fréttir 14. apríl 2025

Ráðuneytið má ekki grípa inn í

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra hefur sagt í fjölmiðlum að ef Lífland myndi sækja um starfsleyfi fyrir hveitimyllu á Grundartanga að nýju myndi leyfið vera veitt vegna breyttra laga.

Samkvæmt svörum frá ráðuneytinu eru áðurnefnd lög um hollustuhætti og mengunarvarnir. Á þeim var gerð lagabreyting árið 2017 þar sem felldar voru á brott takmarkanir á staðsetningu matvælafyrirtækja með tilvísan til svokallaðs þynningarsvæðis stóriðju.

Lögin eru ekki á forræði atvinnuvegaráðuneytisins, heldur heyra þau undir umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið. Sú stofnun sem fer með veitingu starfsleyfis í þessu tilfelli er Heilbrigðiseftirlit Vesturlands, en þar sem um matvælaframleiðslu er að ræða er ákvörðun heilbrigðiseftirlitsins kæranleg til atvinnuvegaráðuneytisins.

Lífland nýtti sér ekki kæruréttinn þegar umsókn um starfsleyfi var hafnað í febrúar 2020. Fyrirtækið óskaði eftir endurupptöku málsins hjá Heilbrigðiseftirliti Vesturlands í ágúst 2023, en niðurstaða þess var sú sama og áður. Í kjölfarið leitaði Lífland til þáverandi matvælaráðuneytis og óskaði eftir undanþágum, en slík heimild var ekki til staðar eins og kom fram í svari til fyrirtækisins í júlí 2024.

Í fréttatilkynningu á vef atvinnuvegaráðuneytisins segir að það sé „miður að einu kornmyllu landsins verði lokað en ekki verður séð að það feli í sér ógn við fæðuöryggi landsins líkt og fullyrt hefur verið“. Í fréttatilkynningunni segir jafnframt: „Það er fyrirtækisins að meta hvernig uppbyggingu innviða þess verður háttað og hefur ráðuneytið ekki heimildir í lögum til að grípa inn í áform, viðskiptaáætlanir eða samninga framleiðenda kornafurða eða skipulagsáætlanir Faxaflóahafna og Reykjavíkurborgar.“

Sjá einnig:

Kornax búið að loka

Ný hveitimylla ólíkleg


Skylt efni: kornax

Hefur opinber stuðningur við bændur skilað sér?
Fréttir 23. júlí 2025

Hefur opinber stuðningur við bændur skilað sér?

Meginstoðir íslenska landbúnaðarkerfisins sem ætlað er að tryggja fæðuöryggi lan...

Eftirlitsgjöld Matvælastofnunar tvöfaldast á skömmum tíma
Fréttir 22. júlí 2025

Eftirlitsgjöld Matvælastofnunar tvöfaldast á skömmum tíma

Samtök fyrirtækja í landbúnaði (SAFL) hafa lýst yfir miklum vonbrigðum með þá ák...

30.500 tonn af malbiki
Fréttir 21. júlí 2025

30.500 tonn af malbiki

Áætlað er að leggja út 200.000 fermetra af malbiki í tengslum við malbikun við n...

Kvenfélagasamband vill betri heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni
Fréttir 21. júlí 2025

Kvenfélagasamband vill betri heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni

Kvenfélagasamband Suður-Þingeyinga hélt aðalfund á dögunum þar sem félagskonur l...

Nýr safnstjóri tekinn við
Fréttir 21. júlí 2025

Nýr safnstjóri tekinn við

Anna Guðný Gröndal er nýtekin við sem safnstjóri á Minjasafninu á Bustarfelli. B...

Sölufélagið í góðu lagi
Fréttir 17. júlí 2025

Sölufélagið í góðu lagi

Nú hafa Sölufélag garðyrkjumanna, Báran stéttarfélag og Framsýn stéttarfélag und...

Bændur harka af sér
Fréttir 16. júlí 2025

Bændur harka af sér

Ný rannsókn bendir til þess að fólk sem starfar í landbúnaði sé ólíklegt til að ...

Getur leyst plast af hólmi
Fréttir 16. júlí 2025

Getur leyst plast af hólmi

Frumkvöðlafyrirtækið Marea Iceland hyggst setja á markað umhverfisvænt húðunaref...