Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Gullregn
Gullregn
Á faglegum nótum 26. júlí 2017

Eitraðar plöntur

Höfundur: Vilmundur Hansen

Á hverju sumri kemur upp umræða um eitraðar plöntur í görðum. Oftar en ekki hefst umræðan á því að foreldrar ungra barna hafa heyrt að gullregn sé eitrað og hafa í framhaldi af því áhyggjur af því að gullregnið skaði börnin.

Vissulega er rétt að gullregn er eitrað og mest er af eitrinu í fræbelgjum trjánna. Full ástæða er til að sýna aðgát, sérstaklega ef ung börn leika lausum hala í kringum gullregn. Engin ástæða er þó til að munda keðjusög og fella gullregnið. Því auk gullregns er að finna fjöldann allan af eitruðum plöntum í garði, haga og stofu.

Aukin ræktun og innflutningur á plöntum hefur aukið framboð þeirra til muna. Sumar þessara plantna geta verið varasamar og jafnvel eitraðar og er því nauðsynlegt að fólk sé vel á verði og að foreldrar gæti þess að börn komist ekki í þær. Íslensk börn eru reyndar fæst vön því að borða plöntur beint úr náttúrunni en smábörn eru gjörn á að stinga öllu upp í sig.

Garðeigendur skyldu því auk gullregns vera á verði gagnvart plöntum eins og venusvagni, fingurbjargarblómi, liljum vallarins, geitabjöllu, töfratré og ylliber geta verið varasöm ef þeirra er neitt í einhverjum mæli. Fólki er sérstaklega bent á að vara sig á ývið og lífvið þar sem safinn úr þessum plöntum er mjög eitraður og jafnvel banvænn.

Sér í lagi ætti fólk að vara sig á bjarnarkló sem við snertingu í sól getur valdið bruna og stórum og sársaukafullum blöðrum.

Af varasömum pottaplöntum má nefna neríu, næturstjörnu, friðarlilju, jólastjörnu, köllu og allar mjólkurjurtir.

Til þess að koma í veg fyrir eitrun af völdum plantna ætti því að hafa eftirfarandi atriði í huga: 1) Aflið upplýsinga um plönturnar þegar þær eru keyptar, varist að kaupa eitraðar plöntur. 2) Það getur verið hættulegt að stinga upp í sig plöntuhlutum, hvort sem það eru lauf, stönglar, blóm, fræ, ber eða sveppir. 3) Neytið aldrei plantna eða sveppa sem þið þekkið ekki. 4) Hafið neyðarnúmer tiltækt ef eitrun á sér stað. 5) Ef nauðsynlegt reynist að fara á slysavarðstofu er brýnt að taka með hluta plöntunnar sem étin var. Það hjálpar læknum og hjúkrunarfólki að átta sig á hvers eðlis eitrunin er. 6) Notið hanska þegar eitraðar plöntur eru meðhöndlaðar.

Kristmann Guðmundsson, rithöfundur og töffari, var mikill áhugamaður um garða og plöntur. Auk skáldsagna skrifaði hann lítið kver um plöntur sem nefnist Garðaprýði. Kristmann stóð fyrir talsverðum innflutningi á nýjum tegundum plantna og um tíma voru þær nefndar Kristmannsplöntur. Á stríðsárunum bjó Kristmann í Hveragerði og kom sér upp fallegum garði. Sagan segir að hermenn hafi átt það til að stunda æfingar í og við garðinn hans Kristmanns. Hann reyndi oft að fá hermennina til að hætta þessu brölti því að þeir tröðkuðu plönturnar hans niður. Að lokum greip Kristmann til þess ráðs að tala við foringja hermannanna og segja honum að garðurinn væri fullur af eitruðum plöntum og það væri stórhættulegt fyrir hermennina að vera í honum. Eftir þetta héldu hermennirnir sig frá garðinum og Kristmann fékk að rækta garðinn sinn í friði.

Lifum heil.
 

Skylt efni: Stekkur | eitraðar plöntur

„Spjallað“ við kýr
Á faglegum nótum 9. janúar 2023

„Spjallað“ við kýr

Atferli, hegðun, útlit og ástand nautgripa getur gefið gríðarlega mikilvægar upp...

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands

Á aðalfundi Landssambands skógareigenda (LSE) sem haldinn var í Borgarnesi í maí...

Lífræn framleiðsla – nú er lag
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Lífræn framleiðsla – nú er lag

Á undanförnum árum hefur VOR látið til sín taka með ýmsum hætti til að hvetja ti...

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið
Á faglegum nótum 3. janúar 2023

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið

Meindýr eru skaðvaldar í garð- og skógrækt og óvelkomnir gestir sem flestir vild...

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna
Á faglegum nótum 2. janúar 2023

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna

Vinna við norrænu næringarráðin (NNR), sem Norræna ráðherra­nefndin heldur utan ...

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022
Á faglegum nótum 30. desember 2022

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022

Í heildina var útkoma lamba í haust góð. Meðalfallþungi á landinu var 16,6 kg og...

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?
Á faglegum nótum 28. desember 2022

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?

Hér á landi fellur til gríðarlegt magn af lífrænum úrgangi á öllum stigum samfél...

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs
Á faglegum nótum 27. desember 2022

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs

Nú þegar líður að áramótum og allir eru búnir að skila haustskýrslu til matvælar...