Axel Sæland, formaður garðyrkjudeildar Bændasamtaka Íslands
Axel Sæland, formaður garðyrkjudeildar Bændasamtaka Íslands
Mynd / smh
Fréttir 10. apríl 2025

Stuðningur við innleiðingu á LED-ljósabúnaði

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Jóhann Páll Jóhannsson umhverfis-, orkuog loftslagsráðherra hefur ákveðið að styðja garðyrkjubændur í ylrækt til fjárfestinga við innleiðingu á LED-ljósum í gróðurhúsin, sem talið er að geti minnkað raforkunotkun gróðurhúsa um 40–60 prósent.

Stuðningsupphæðin nemur 160 milljónum og samkvæmt upplýsingum sem fengust úr umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytinu er unnið að útfærslu á fjárfestingastuðningnum. Gert sé ráð fyrir að styrkir verði veittir til framleiðenda garðyrkjuafurða vegna fjárfestinga í orkusparandi búnaði, svo sem LED-ljósabúnaði, tölvu- og stýribúnaði og gardínukerfum.

Reiknað er með að styrkhlutfall verði 40 prósent og hámarksstyrkur 15 milljónir fyrir hvern framleiðanda og að opnað verði fyrir umsóknir um næstu mánaðamót. „LED-ljósabúnaðurinn er mjög dýr og því er fjárfestingastuðningurinn úr umhverfis-, orkuog loftslagsráðuneytinu afar kærkominn, en þetta er mikill ávinningur fyrir alla því þetta er svo ofboðslega mikil orkusparandi aðgerð. Ég er sjálfur byrjaður að prófa LED-ljósin með gömlu perunum á ákveðnum svæðum í rósaræktuninni á okkar stöð og það hefur virkað mjög vel,“ segir Axel Sæland, formaður garðyrkjudeildar Bændasamtaka Íslands, sem er blómabóndi og rekur garðyrkjustöðina Espiflöt í Reykholti í Bláskógabyggð.

LED-lýsingin betri í dag

„Ég myndi segja að LED-lýsingin væri í dag orðin betri en gömlu HPS-ljósin. En þetta hefur verið nokkuð lengi á leiðinni frá því fyrst var farið að tala um þessa nýja ljósatækni,“ segir Axel.

Vandamálið við LED-ljósin sé að þau gefi engan hita frá sér, sem sé mjög óheppilegt miðað við hvernig gróðurhús eru hönnuð. „Þess vegna þurfa garðyrkjubændur í ylrækt að fara í endurhönnun á sínum húsum, því HPS-ljósin eru á útleið og talað um að þau verði bönnuð á næstu árum.

Það er töluverð fjárfesting sem þessu fylgir, enda þarf að setja upp sérstakar gardínur til að halda hitanum inni í húsunum, nýjan rakabúnað til að stýra rakanum og jafnvel stækka hitakerfin.

Það er alveg ljóst að þessi innleiðing verður tekin í skrefum og þá erum við að tala um að taka jafnvel annað hvert ljós inn sem LED-ljós til að byrja með en nota HPS-ljósin á móti til að nýta hitann frá þeim.“

Sparnaður fyrir ríkissjóð

Axel segist vonast til þess að garðyrkjubændur verði duglegir að fullnýta þessar 160 milljónir næstu 2 árin til að sýna fram á að þörf hafi verið fyrir stuðningnum og þann árangur sem getur hlotist af þessu. Það séu mikil tækifæri hjá garðyrkjubændum að fara betur með auðlindir landsins. Til langs tíma muni þessi aðgerð einnig spara ríkisjóði fjármuni í formi endurgreiðslu á dreifingarkostnaði raforku til garðyrkjubænda sem og skilað aukinni framleiðslu á markað.

Jóhann Páll sagði í sérstökum umræðum um orkumál á Alþingi 27. mars að almennar aðgerðir varðandi orkuöryggi og jöfnun dreifikostnaðar raforku dygðu garðyrkjubændum ekki einar og sér. Áratugir væru síðan stjórnvöld réðust síðast í skipulegan fjárfestingastuðning í þeirra þágu.

Skylt efni: LED ljós

Fuglavernd í hart við Yggdrasil
Fréttir 15. apríl 2025

Fuglavernd í hart við Yggdrasil

Fuglavernd hefur kært Yggdrasil Carbon ehf. til lögreglu fyrir að rista upp land...

Áherslur á Búnaðarþingi
Fréttir 15. apríl 2025

Áherslur á Búnaðarþingi

Á Búnaðarþingi 20. til 21. mars síðastliðinn var ályktað um áherslur á komandi s...

Ný hveitimylla ólíkleg
Fréttir 14. apríl 2025

Ný hveitimylla ólíkleg

Opinberir aðilar hafa ekki gefið Líflandi formlega staðfestingu á að reglur sem ...

Ráðuneytið má ekki grípa inn í
Fréttir 14. apríl 2025

Ráðuneytið má ekki grípa inn í

Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra hefur sagt í fjölmiðlum að ef Lífla...

Stefnir stærsti hluthafi Örnu
Fréttir 14. apríl 2025

Stefnir stærsti hluthafi Örnu

Stefnir sjóðastýringarfyrirtæki hefur fjárfest í Örnu og er nú skráður stærsti h...

Framleiðsla á hliðarafurðum heldur áfram
Fréttir 14. apríl 2025

Framleiðsla á hliðarafurðum heldur áfram

Hvítlauksbændurnir hjá Dalahvítlauk hafa á undanförnum mánuðum þróað tvær nýjar ...

Úrgang skal færa til viðeigandi meðhöndlunar
Fréttir 14. apríl 2025

Úrgang skal færa til viðeigandi meðhöndlunar

Líkt og fram kom í forsíðufrétt síðasta tölublaðs Bændablaðsins, er ekkert eftir...

Nýtt smit gæti borist
Fréttir 14. apríl 2025

Nýtt smit gæti borist

Dregið hefur talsvert úr tilkynningum til Matvælastofnunar um dauða villta fugla...