Farfuglar tínast nú sem óðast til landsins og eru áhyggjur af að þeir geti borið með sér fuglaflensuveirur frá meginlandinu.
Farfuglar tínast nú sem óðast til landsins og eru áhyggjur af að þeir geti borið með sér fuglaflensuveirur frá meginlandinu.
Mynd / sá
Fréttir 14. apríl 2025

Nýtt smit gæti borist

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Dregið hefur talsvert úr tilkynningum til Matvælastofnunar um dauða villta fugla og er það talið sýna að dregið hafi úr fuglainflúensusmiti.

Samkvæmt Matvælastofnun virðist ljóst að fuglainflúensan er ekki úr sögunni hér á landi þar sem enn greinist einstaka fugl með skæða fuglainflúensu.

Þótt dregið hafi úr tilfellum í villtum fuglum er ekki talið rétt að draga úr varnaraðgerðum þar sem farfuglar flykkist til landsins um þessar mundir. Þeir komi frá slóðum þar sem töluvert hefur verið um sýkingar í fuglum. Því er talin nokkuð mikil hætta á að nýjar veirur berist með þeim. Fuglaeigendur þurfa því enn að gæta ýtrustu sóttvarna og fylgjast vel með fuglum sínum.

Lítil stúlka smituð í Mexíkó

Mexíkósk stjórnvöld greindu frá því 4. apríl sl. að fyrsta tilfelli H5N1-fuglaflensu í mönnum þar í landi hefði greinst í þriggja ára gamalli stúlku sem lögð var inn á sjúkrahús alvarlega veik. Gerðist þetta í Durango-fylki í norðvesturhluta Mexíkó. Ekki hefur orðið vart við H5N1-smit á bændabýlum með búfénað en veiran fannst nýlega í villigæsum við stöðuvatn í Durango og nokkru áður í dýrum í dýragarði í sama fylki.

H5N5 í ýmsum dýrum

Frá því í haust, þegar afbrigðið H5N5 greindist fyrst hér á landi, hafa 11 tegundir villtra fugla greinst með sýkingu og tilkynnt hefur verið um 333 dauða fugla og 78 veika fugla af þessum tegundum. Á sama tíma hafa 14 sýni verið tekin úr villtum spendýrum, 11 sýni úr köttum, eitt úr hundi og tvö úr nautgripum. Veiran hefur greinst í þremur köttum, einum ref og einum mink. Þessar tölur og upplýsingar um staðsetningu er hægt að sjá á mælaborði um fuglainflúensu á heimasíðu Matvælastofnunar.

Nýjustu fuglaflensufréttir frá Evrópumiðstöðinni um forvarnir og eftirlit með sjúkdómum (ECDP) eru að frá desember til mars sl. hafi fuglaflensa greinst í 239 húsdýrum og 504 villtum fuglum í 31 landi Evrópu, einkum í Mið-, Vestur- og Suðaustur-Evrópu.

Engar vísbendingar um smit milli manna hafi verið skráðar. Hætta af þeim fuglainflúensuveirum sem nú eru í umferð í Evrópu sé enn talin lítil fyrir almenning, og í meðallagi eða lítil fyrir þá sem meðhöndla sýkt dýr eða eru sökum vinnu sinnar eða annars í menguðu umhverfi.

Skylt efni: fuglaflensa

Er plantað nóg?
Fréttir 16. apríl 2025

Er plantað nóg?

Skógarbændur gegna mikilvægu hlutverki við landgræðslu og skógrækt. Þannig er sk...

Trump skellir í lás
Fréttir 16. apríl 2025

Trump skellir í lás

Alþjóðasamfélagið er skekið eftir tollahækkanir Trumps í þarsíðustu viku.

Fimmtíu gripir með T137 finnast í Skaftárhreppi
Fréttir 16. apríl 2025

Fimmtíu gripir með T137 finnast í Skaftárhreppi

Áfram finnast sauðfjárbú með arfgerðabreytileikann T137 í hjörð sinni, sem talin...

Fuglavernd í hart við Yggdrasil
Fréttir 15. apríl 2025

Fuglavernd í hart við Yggdrasil

Fuglavernd hefur kært Yggdrasil Carbon ehf. til lögreglu fyrir að rista upp land...

Áherslur á Búnaðarþingi
Fréttir 15. apríl 2025

Áherslur á Búnaðarþingi

Á Búnaðarþingi 20. til 21. mars síðastliðinn var ályktað um áherslur á komandi s...

Ný hveitimylla ólíkleg
Fréttir 14. apríl 2025

Ný hveitimylla ólíkleg

Opinberir aðilar hafa ekki gefið Líflandi formlega staðfestingu á að reglur sem ...

Ráðuneytið má ekki grípa inn í
Fréttir 14. apríl 2025

Ráðuneytið má ekki grípa inn í

Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra hefur sagt í fjölmiðlum að ef Lífla...

Stefnir stærsti hluthafi Örnu
Fréttir 14. apríl 2025

Stefnir stærsti hluthafi Örnu

Stefnir sjóðastýringarfyrirtæki hefur fjárfest í Örnu og er nú skráður stærsti h...