Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Hlýnandi loftslag hefur bætt skilyrði til kornræktar.
Hlýnandi loftslag hefur bætt skilyrði til kornræktar.
Mynd / ÁL
Fréttir 23. október 2023

Loftslagsbreytingar hafa umtalsverð áhrif á Ísland

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Fjórða matskýrsla vísindanefndar um loftslagsbreytingar var gefin út og kynnt þann 18. október.

Skýrsluhöfundar segja hana staðfesta að áhrifa loftslagsbreytinga sé farið að gæta á náttúrufar og lífsskilyrði hérlendis.

Áhrif má þegar sjá á afkomu jökla, vatnafari, lífríki á landi og aðstæðum í sjó. Veðurfar og náttúruaðstæður á Íslandi og hafinu í kring verða í lok aldarinnar án fordæma frá upphafi byggðar. Þá muni súrnun sjávar og hlýnun breyta umhverfisaðstæðum og útbreiðslusvæðum tegunda í hafi. Frá þessu er greint í ágripi skýrslunnar.

Þá muni loftslagsbreytingar hafa umtalsverð áhrif á uppbyggða innviði og atvinnuvegi, ásamt því að skapa áskoranir í geirum þar sem viðbrögð við hlýnun geti haft jákvæð áhrif í för með sér. Áhrif loftslagsbreytinga erlendis geti skapað kerfisáhættu á Íslandi, til dæmis með áhrifum á aðfangakeðjur, fæðuöryggi og lýðheilsu. Loftslagsbreytingar muni enn fremur hafa áhrif á verðlag, fjármálastöðuleika og öryggi fjármálakerfisins. Aðlögun að og viðbrögð við loftslagsvandanum muni krefjast umbyltingar í neyslu, iðnaði og tækni.

Helstu ályktanir vísindanefndarinnar eru meðal annars þær að mikilvægt sé að draga sem mest úr losun gróðurhúsalofttegunda og aðlagast þeim breytingum sem óumflýjanlegar eru. Þá sé regluleg vöktun og greining á náttúrufari, lífríki og samfélagi forsenda þess að hægt sé að fylgjast með þeim breytingum sem loftslagsbreytingar hafa í för með sér. Enn fremur þurfi fjármögnun loftslagsaðgerða og aðlögunar að vera trygg, ásamt því sem hvatar til samdráttar í losun þurfi að vera til staðar.

Ræktunarskilyrði hérlendis verða gjörbreytt í lok aldarinnar frá því sem nú er – jafnvel þó markmið Parísarsáttmálans um að halda hlýnun innan 2 °C náist. Jákvæðra áhrifa hefur gætt á kornrækt og raungerist hlýrri sviðsmyndir verði hægt að rækta korn til manneldis á nær öllu ræktarlandi. Þó geti hlýnun haft í för með sér aukna uppgufun og því þurfi meiri úrkomu til að viðhalda sama rakastigi í jarðvegi og áður. Vísindanefnd um loftslagsbreytingar er skipuð af ráðherra og er ætlað að kortleggja ástand þekkingar á loftslagsbreytingum og áhrifa þeirra á Íslandi.

Skylt efni: loftslagsbreytingar

Skólpið tekið til kostanna
Fréttir 11. mars 2025

Skólpið tekið til kostanna

Unnið er að valkostagreiningu varðandi lausnir fyrir endurbætur á skolphreinsun ...

Kalla eftir úttekt á stöðu greinarinnar
Fréttir 11. mars 2025

Kalla eftir úttekt á stöðu greinarinnar

Á deildarfundi svínabænda á dögunum var samþykkt ályktun þar sem lýst er þungum ...

Ný stefna skógarbænda
Fréttir 10. mars 2025

Ný stefna skógarbænda

Staða skógarbænda er góð að mati að mati Laufeyjar Leifsdóttur, varaformanns búg...

Trump hjólar í loftslagsmálin
Fréttir 10. mars 2025

Trump hjólar í loftslagsmálin

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur á undanförnum vikum unnið markvisst a...

Krónutala tollverndar verði að hækka
Fréttir 10. mars 2025

Krónutala tollverndar verði að hækka

Eggjabændur leita leiða til að mæta vaxandi eftirspurn eftir íslenskum eggjum.

Innflutningur og tollaumhverfi vágestir
Fréttir 10. mars 2025

Innflutningur og tollaumhverfi vágestir

Á deildarfundi alifuglabænda benti allt til að Jón Magnús Jónsson, bóndi og eiga...

Fagráð verði stofnað
Fréttir 10. mars 2025

Fagráð verði stofnað

Hákon Bjarki Harðarson, frjótæknir og bóndi að Svertingsstöðum 2 í Eyjafirði, er...

Góð afkoma hjá SS
Fréttir 10. mars 2025

Góð afkoma hjá SS

Rekstrartekjur Sláturfélags Suðurlands hækkuðu um rúman hálfan milljarð milli ár...