Loftslagsbreytingar hafa umtalsverð áhrif á Ísland
Fjórða matskýrsla vísindanefndar um loftslagsbreytingar var gefin út og kynnt þann 18. október.
Fjórða matskýrsla vísindanefndar um loftslagsbreytingar var gefin út og kynnt þann 18. október.
Framlög til loftslagsmála verða aukin um 1 ma.kr. á ári á tímabilinu 2022-2031 samkvæmt áætlunum ríkisstjórnarinnar. Þetta kemur fram í fjármálaáætlun 2022-2026 sem fjármála- og efnahagsráðherra kynnti í gær og er liður í að mæta hertum markmiðum Íslands um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda. Fjármununum verður einkum varið til aðgerða á sviði ...
Fullyrt er af umhverfisráðuneytinu og þar með íslenskum stjórnvöldum að um 60% (áður 72%) af heildarlosun Íslands á koltvísýringsígildum komi úr framræstu mýrlendi. Einnig er áætlað að grafnir hafi verið „að lágmarki“ 34.000 kílómetrar af skurðum. Ráðuneytið leggur þó ekki fram neinar óyggjandi tölur eða vísindagögn sem staðfest geta þessar fullyr...
Nýlega birtist yfirlitsgrein í tímaritinu Biogeosciences um rannsóknir á áhrifum skógræktar á framræst mýrlendi varðandi losun og bindingu gróðurhúsalofttegunda. Íslenskir vísindamenn voru þátttakendur í rannsóknunum.
Ísland hefur sett sér það takmark að verða kolefnishlutlaust árið 2040. Því eru 20 ár til stefnu að laga landbúnaðinn að þessu markmiði.
Hlýnun á norðurskautssvæðinu hefur verið meira en tvöfalt hraðari en að meðaltali á jörðinni á síðustu tveimur áratugum. Þetta kom fram í fréttatilkynningu sem Hafrannsóknastofnun og Veðurstofa Íslands sendu frá sér fyrir skemmstu.
Undanfarið hefur töluvert borið á umræðu um að áætlanir stjórnvalda um að leggja áherslu á endurheimt birkiskóga til mótvægis gegn loftslagbreytingum séu ekki raunhæfar sökum tveggja nýrra birkimeindýra sem hingað hafa borist að undanförnu; birkikembu og birkiþélu.
Fjölþjóðleg loftslagsnefnd Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar (Intergovernmental Panel on Climate Change - IPCC) sendi frá sér skýrslu þann 8. ágúst síðastliðinn. Þessi skýrsla hefur verið af mörgum fjölmiðlum túlkuð sem áskorun um að dregið verði úr kjöt- og mjólkurframleiðslu í heiminum.
Loftslagsbreytingarnar sem eiga sér stað vegna athafna mannkyns valda megninu af þeirri hnattrænu hlýnun sem ógnar skilyrðum til lífs hér á jörðinni.
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra flutti setningarræðu á Matvæladaginn 25. október. Hún setti matvælaframleiðslu og -neyslu mannfólksins í samhengi við loftslagsmálin og sagði það ótækt að einum þriðja af matvælaframleiðslu heimsins væri hent.
Aðgerðaráætlun ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum var kynnt í dag. Sjö ráðherrar ríkisstjórnarinnar stóðu fyrir kynningunni sem samanstendur af 34 aðgerðum. Megináherslurnar eru á orkuskipti annars vegar og átak í kolefnisbindingu hins vegar.
Framlög til skógræktar á Íslandi náðu hámarki 2005 en hafa dregist saman síðan þá miðað við verðlag. Meiri mælingar vantar um bindingu CO2 við endurheimt votlendis. Að sögn skógræktarstjóra er mikið talað á Íslandi um aðgerðir til að binda CO2 úr andrúmsloftinu en lítið sé um aðgerðir.
Hugmyndir eru um að nauðsynlegt gæti reynst að taka upp kjötskatt til að draga úr kjötneyslu í heiminum og um leið draga úr áhrifum kjötframleiðslu til hlýnunar andrúmsloftsins.
Parísaramningurinn sem var undirritaður í desember 2015 var sögulegur. Í fyrsta sinn náðist samkomulag um að öll ríki heims taki þátt í að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Meginmarkmið samningsins er að halda hækkun hitastigs jarðar undir 2°C miðað við meðalhitastig við upphaf iðnvæðingarinnar.
Parísarsamningurinn sem náðist þann 12.12 er metnaðarfullt samkomulag sem á eftir að marka upphaf nýrrar heimsmyndar þar sem sjálfbærni náttúruauðlinda verður leiðarljós mannkyns. Tímamótin eru söguleg enda einstakur atburður í heimssögunni og dagsetninguna er auðvelt að muna.
Mýrlendi þekur einungis um 3% af yfirborði jarðar en geymir í sér um 550 gígatonn af koltvísýringi sem er meira en allir skógar jarðarinnar.
Samantekt á hitatölum frá veðurstöðvum víða um heim benda til að meðalhiti árið 2015 verði sá hæsti frá upphafi mælinga.
Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna (COP21) stendur nú yfir í París en hún var sett síðastliðinn mánudag. Markmiðið er að ná samkomulagi um aðgerðir til að draga úr losun á gróðurhúsalofttegundum í heiminum til að sporna megi við hlýnun jarðar.
Þjóðir heims keppast við að gefa út yfirlýsingar sem heita minnkun á losun gróðurhúsalofttegunda fyrir Parísarráðstefnuna um loftslagsmál sem haldin verður seinna á árinu.
Mælingar benda til að skógareldarnir sem geisað hafa í Indónesíu undanfarnar vikur hafi losað meira af koltvísýringi út í andrúmsloftið en allir íbúar og starfsemi á Bretlandseyjum gera á heilu ári.
Afleiðingar yfirstandandi loftslagsbreytinga og hlýnunar af þeirra völdum hafa margvísleg áhrif á lífið í kringum okkur. Ein af þessum breytingum er að moskítóflugum á norðurhveli mun fjölga verulega vegna betri lífsskilyrða fyrir þær.
Áhrif loftslagsbreytinganna í heiminum eru margs konar. Með hækkandi hita bendir flest til þess að vínrækt í Evrópu muni flytjast norðar í álfuna.