Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Lirfa birkiþélu í skemmdu birkiblaði.
Lirfa birkiþélu í skemmdu birkiblaði.
Mynd / Áskell Þórisson
Á faglegum nótum 23. september 2019

Skógarmeindýr og loftslagsbreytingar

Höfundur: Guðmundur Halldórsson, sérfræðingur hjá Landgræðslunni
Undanfarið hefur töluvert borið á umræðu um að áætlanir stjórnvalda um að leggja áherslu á endurheimt birkiskóga til mótvægis gegn loftslagbreytingum séu ekki raunhæfar sökum tveggja nýrra birkimeindýra sem hingað hafa borist að undanförnu; birkikembu og birkiþélu. 
 
Höfundur þessa pistils hefur starfað við rannsóknir á meindýrum á trjágróðri um þriggja áratuga skeið og fylgst með landnámi og skaðsemi nýrra skógarmeindýra. Þær rannsóknir voru teknar saman í yfirlitsgrein sem birtist í ritinu Icelandic Agricultural Sciences árið 2013. Síðan hafa bæst við nokkrar tegundir og var gerð grein fyrir þeim í Riti Mógilsár 2019. 
 
Guðmundur Halldórsson.
Nú eru alls þekktar 28 tegundir skordýra og ein tegund mítla sem hér hafa numið land og lifa á trjágróðri. Fyrir voru í landinu 52 tegundir skordýra sem lifa á trjágróðri. Um þriðjungur allra innfluttra skógarmeindýra valda verulegu eða miklu tjóni. Veruleg aukning hefur orðið á landnámi skógarmeindýra eftir 1990, samfara hlýnun. Síðan hefur legið nærri að ein ný skógarmeindýrategund hafi numið land annað hvort ár. 
 
Hröð útbreiðsla birkikembu og birkiþélu og skemmdir sem þær hafa valdið er verulegt áhyggjuefni, enda er velþekkt að nýir skaðvaldar geti valdið stórfellum skaða á innlendum trjágróðri. Nýlegt dæmi er askbarkbjallan sem barst til Norður Ameríku um 2000 og hefur drepið þar ask í stórum stíl, enda virðist engin þarlend tegund asks hafa viðnám gegn bjöllunni. 
 
Ekkert bendir til þess að birkikemba eða birkiþéla muni ganga svo hart fram, en óefað munu þær hafa áhrif á vöxt birkis og þar með getu skemmdra trjáa til að binda kolefni. Hinsvegar er óvíst hvort þessar meindýrategundir muni hafa merkjanleg áhrif á kolefnisbindingu íslenskra birkiskóga, til þess skortir rannsóknir. Rannsóknir hafa sýnt að íslenskt birki er erfðafræðilega fjölbreytt og að mismunandi stofnar þess eru misnæmir fyrir ásókn birkikembu. Þessi fjölbreytni er mikilvæg trygging gagnvart skakkaföllum eins og skordýrafaröldrum. 
 
Sá eiginleiki birkisins að byrja snemma að tímgast og dreifast með fræi flýtir aðlögun þess að breyttum aðstæðum, til dæmis skordýrafaröldrum.
 
Það er einnig velþekkt að nýir skaðvaldar geta valdið miklum skaða á ræktuðum innfluttum trjágróðri. Furulúsin sem hingað barst um 1937 er nærtækt dæmi um slíkt. Aðrir skaðvaldar sem hingað hafa borist hafa einnig valdið verulegum usla, má þar nefna sitkalús, lerkiátu og asparryð. Allir þessir skaðvaldar draga úr vexti skóga og þar með kolefnisbindingu. Allar megintrjátegundir sem nú eru notaðar í skógrækt hér á landi eru hrjáðar af einhverjum skaðvöldum. Allar geta þær lent í skakkaföllum af völdum nýrra skaðvalda. Sú hætta sem blasir helst við nú er sjúkdómurinn Phytophthora ramorum, sem breiðst hefur ört út á Bretlandseyjum og valdið miklu tjóni í lerkiskógum. 
 
Saga undanfarinna áratuga sýnir að þess má vænta að hér nemi land ný skógarmeindýrategund annaðhvort ár og ein af hverjum þremur tegundum sé skaðleg eða mjög skaðleg. Þar við bætast svo trjásjúkdómar. Við verðum að gera okkur grein fyrir þessari hættu og bregðast við henni. Um þetta verður fjallað á norrænni ráðstefnu sem haldin verður á Hótel Örk í Hveragerði þann 17. september. Þar munu fremstu sérfræðingar Norðurlanda á þessu sviði greina þá hættu sem steðjar að norrænum skógum af völdum nýrra skaðvalda. Á slíkum greiningum eigum við að byggja okkar viðbrögð.
 
Guðmundur Halldórsson, sérfræðingur hjá Landgræðslunni.
„Spjallað“ við kýr
Á faglegum nótum 9. janúar 2023

„Spjallað“ við kýr

Atferli, hegðun, útlit og ástand nautgripa getur gefið gríðarlega mikilvægar upp...

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands

Á aðalfundi Landssambands skógareigenda (LSE) sem haldinn var í Borgarnesi í maí...

Lífræn framleiðsla – nú er lag
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Lífræn framleiðsla – nú er lag

Á undanförnum árum hefur VOR látið til sín taka með ýmsum hætti til að hvetja ti...

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið
Á faglegum nótum 3. janúar 2023

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið

Meindýr eru skaðvaldar í garð- og skógrækt og óvelkomnir gestir sem flestir vild...

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna
Á faglegum nótum 2. janúar 2023

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna

Vinna við norrænu næringarráðin (NNR), sem Norræna ráðherra­nefndin heldur utan ...

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022
Á faglegum nótum 30. desember 2022

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022

Í heildina var útkoma lamba í haust góð. Meðalfallþungi á landinu var 16,6 kg og...

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?
Á faglegum nótum 28. desember 2022

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?

Hér á landi fellur til gríðarlegt magn af lífrænum úrgangi á öllum stigum samfél...

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs
Á faglegum nótum 27. desember 2022

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs

Nú þegar líður að áramótum og allir eru búnir að skila haustskýrslu til matvælar...