Uppskerumagn í Rússlandi hefur áhrif á heimsmarkaðsverð hveitis.
Uppskerumagn í Rússlandi hefur áhrif á heimsmarkaðsverð hveitis.
Mynd / Eric Prouzet
Utan úr heimi 4. desember 2024

Samdráttur í framleiðslu hveitis

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Bændur í Rússlandi hafa sáð umtalsvert minna af vetrarhveiti í ár en í fyrra. Rússland er stærsti framleiðandi hveitis í heiminum.

Í ár voru framleidd 48 milljón tonn af hveiti í Rússlandi. Sjötíu prósent framleiðslunnar byggist á hveiti af vetrarafbrigðum sem eru þreskt ári eftir sáningu.

Ekki hefur verið sett vetrarhveiti í jafnfáa hektara síðan 2018. Sáð hefur verið í 15,4 milljón hektara fyrir uppskeru næsta hausts, en uppskeran í ár var fengin af 15,8 milljón hekturum. Samdráttinn má rekja til verðfalls á hveiti ásamt óhagstæðrar tíðar. Agrarheute greinir frá. Reikna má með að sáning vorhveitis á næsta ári muni að einhverju leyti vega upp á móti samdrætti í sáningu vetrarhveitis í ár. Fyrrnefnda afbrigðið er mest ræktað í austari héröðum Rússlands, á meðan vetrarhveitið er ráðandi í vesturhluta landsins. Uppskera á hveiti í haust var minni en í fyrra vegna lélegs tíðarfars í sumar.

Enn frekari samdráttur í ræktun í Rússlandi mun líklega leiða til hækkunar á heimsmarkaðsverði þegar kemur að næstu uppskeru.

„Spjallað“ við kýr
Á faglegum nótum 9. janúar 2023

„Spjallað“ við kýr

Atferli, hegðun, útlit og ástand nautgripa getur gefið gríðarlega mikilvægar upp...

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands

Á aðalfundi Landssambands skógareigenda (LSE) sem haldinn var í Borgarnesi í maí...

Lífræn framleiðsla – nú er lag
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Lífræn framleiðsla – nú er lag

Á undanförnum árum hefur VOR látið til sín taka með ýmsum hætti til að hvetja ti...

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið
Á faglegum nótum 3. janúar 2023

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið

Meindýr eru skaðvaldar í garð- og skógrækt og óvelkomnir gestir sem flestir vild...

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna
Á faglegum nótum 2. janúar 2023

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna

Vinna við norrænu næringarráðin (NNR), sem Norræna ráðherra­nefndin heldur utan ...

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022
Á faglegum nótum 30. desember 2022

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022

Í heildina var útkoma lamba í haust góð. Meðalfallþungi á landinu var 16,6 kg og...

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?
Á faglegum nótum 28. desember 2022

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?

Hér á landi fellur til gríðarlegt magn af lífrænum úrgangi á öllum stigum samfél...

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs
Á faglegum nótum 27. desember 2022

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs

Nú þegar líður að áramótum og allir eru búnir að skila haustskýrslu til matvælar...