Samdráttur í framleiðslu hveitis
Bændur í Rússlandi hafa sáð umtalsvert minna af vetrarhveiti í ár en í fyrra. Rússland er stærsti framleiðandi hveitis í heiminum.
Í ár voru framleidd 48 milljón tonn af hveiti í Rússlandi. Sjötíu prósent framleiðslunnar byggist á hveiti af vetrarafbrigðum sem eru þreskt ári eftir sáningu.
Ekki hefur verið sett vetrarhveiti í jafnfáa hektara síðan 2018. Sáð hefur verið í 15,4 milljón hektara fyrir uppskeru næsta hausts, en uppskeran í ár var fengin af 15,8 milljón hekturum. Samdráttinn má rekja til verðfalls á hveiti ásamt óhagstæðrar tíðar. Agrarheute greinir frá. Reikna má með að sáning vorhveitis á næsta ári muni að einhverju leyti vega upp á móti samdrætti í sáningu vetrarhveitis í ár. Fyrrnefnda afbrigðið er mest ræktað í austari héröðum Rússlands, á meðan vetrarhveitið er ráðandi í vesturhluta landsins. Uppskera á hveiti í haust var minni en í fyrra vegna lélegs tíðarfars í sumar.
Enn frekari samdráttur í ræktun í Rússlandi mun líklega leiða til hækkunar á heimsmarkaðsverði þegar kemur að næstu uppskeru.