Hálfdán Óskarsson, stofnandi og framkvæmdastjóri Örnu.
Hálfdán Óskarsson, stofnandi og framkvæmdastjóri Örnu.
Fréttir 3. janúar 2025

Framtakssjóður kaupir meirihluta í Örnu

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Í haust keypti samlagsfélagið SÍA IV, framtakssjóður í rekstri sjóðstýringarfyrirtækisins Stefnis, meirihlutaeign í mjólkurvinnslunni Örnu ehf. í Bolungarvík.

Þar að auki keypti framtakssjóðurinn nýtt hlutafé, sem styðja á við frekari vöxt þess. Hálfdán Óskarsson, stofnandi og framkvæmdastjóri Örnu, er enn meðal stærstu hluthafa félagsins.

Í tilkynningu frá Örnu kemur fram að hlutafjáraukningin tryggi að félagið haldi áfram að vera brautryðjandi í vöruþróun og nýsköpun í framleiðslu á mjólkur- og hafravörum. „Við hjá Örnu erum gríðarlega ánægð með að fá Stefni inn sem kjölfestufjárfesti í félaginu á þessum tímapunkti og væntum við mikils af samstarfinu,“ er haft eftir Hálfdáni.

Þreifingar um útrás

Arna hóf starfsemi árið 2013 en fyrirtækið sérhæfir sig í framleiðslu á mjólkurvörum án laktósa. „Mjólkurvörur Örnu eru framleiddar úr próteinbættri íslenskri kúamjólk sem kemur frá bændum á Vestfjörðum,“ segir jafnframt í tilkynningunni.

Félagið framleiðir einnig hafravörur undir vörumerkinu Vera Örnudóttir. Arna hefur jafnframt verið í nokkurri útrás á liðnum árum. Árið 2022 fór skyr fyrirtækisins í dreifingu í verslanir í Frakklandi og þá var sagt frá þreifingum með útflutning hafravaranna innan Bretlands.

Fjárfesta í fjölbreyttum fyrirtækjum

Framtakssjóðurinn SÍA IV hóf starfsemi árið 2011 og hefur frá þeim tíma leitt fjárfestingar í íslensku atvinnulífi fyrir yfir 50 milljarða króna, að því er fram kemur í tilkynningu. „SÍA sjóðirnir hafa undanfarinn áratug átt þátt í því að fjölga fjárfestingarkostum og snertiflötum fjárfesta við innlent atvinnulíf með fjárfestingum í fjölbreyttri flóru fyrirtækja. Þá hafa sjóðirnir tekið þátt í uppbyggingu skráðs hlutabréfamarkaðar hér á landi, bæði með nýskráningum félaga í eigu sjóðanna í kauphöll og sölu til skráðra fyrirtækja.“

Jón Stephenson von Tetzchner, frumkvöðull og stofnandi vafrans Vivaldi, var aðaleigandi Örnu en hann átti 64 prósenta hlut í fyrirtækinu í gegnum félög sín, Dvorzak Ísland og Vivaldi Ísland. Hann heldur enn hlut í félaginu. Hálfdán var næststærsti hluthafinn með 16 prósenta hlut í árslok 2023 samkvæmt ársreikningi.

Páll Ólafsson, forstöðumaður sérhæfðra hlutabréfa hjá Stefni, er nú skráður 84,09 prósenta eigandi Örnu ehf.

Skylt efni: Arna | mjólkurvinnsla

Framtakssjóður kaupir meirihluta í Örnu
Fréttir 3. janúar 2025

Framtakssjóður kaupir meirihluta í Örnu

Í haust keypti samlagsfélagið SÍA IV, framtakssjóður í rekstri sjóðstýringarfyri...

Hert á ferlunum
Fréttir 3. janúar 2025

Hert á ferlunum

Einfalda, hraða og stytta á ferli rammaáætlunar til að flýta fyrir orkuöflun í l...

Fyrstu seiðin komin í Viðlagafjöru
Fréttir 3. janúar 2025

Fyrstu seiðin komin í Viðlagafjöru

Framkvæmdir við uppbyggingu Laxeyjar á fiskeldi í Vestmanna­eyjum hafa gengið sa...

Framleiðsla graspróteins óhagstæð í náinni framtíð
Fréttir 2. janúar 2025

Framleiðsla graspróteins óhagstæð í náinni framtíð

Vænlegast þykir enn sem komið er að horfa til notkunar á verkuðu votheyi til nýt...

Kolefnismarkaðir fá lagalega umgjörð
Fréttir 2. janúar 2025

Kolefnismarkaðir fá lagalega umgjörð

Lagt er til að hugtakið kolefniseining verði skilgreint í lögum og að þær verði ...

Búsæld seldi KS- hlutinn í heild
Fréttir 30. desember 2024

Búsæld seldi KS- hlutinn í heild

Búsæld seldi hlut sinn í Kjarnafæði Norðlenska (KN) í heild til Kaupfélags Skagf...

Styrkir til verslana
Fréttir 30. desember 2024

Styrkir til verslana

Sex dagvöruverslanir í minni byggðarlögum kringum landið hlutu styrki frá innvið...

Jólatrjáalundur hreindýrabóndans
Fréttir 27. desember 2024

Jólatrjáalundur hreindýrabóndans

Stefán Hrafn Magnússon, hreindýrabóndi í Grænlandi, hefur gróðursett tré á landi...