Gunnubúð á Raufarhöfn fær styrk til endurbóta.
Gunnubúð á Raufarhöfn fær styrk til endurbóta.
Mynd / Gunnubúð
Fréttir 30. desember 2024

Styrkir til verslana

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Sex dagvöruverslanir í minni byggðarlögum kringum landið hlutu styrki frá innviðaráðherra á dögunum.

Frá Verzlunarfjelagi Árneshrepps. Mynd / Verzlunarfjelag Árneshrepps

Ráðherra staðfesti tillögur valnefndar um verkefnastyrki til verslana í dreifbýli, sem veittir eru á grundvelli stefnumótandi byggðaáætlunar fyrir árin 2022– 2036 að því er fram kemur á vef Stjórnarráðsins. Að þessu sinni var sautján milljónum kr. úthlutað til sex verslana í dreifbýli fyrir árið 2025.

„Markmiðið með styrkjunum er að styðja við dagvöruverslanir í minni byggðarlögum fjarri stórum byggðakjörnum á fámennum markaðssvæðum til að viðhalda mikilvægri grunnþjónustu. Ýmist eru veittir rekstrarstyrkir eða styrkir til endurbóta eða sjálfvirknivæðingar. Samtals bárust sex umsóknir fyrir samtals 41,8 m.kr,“ segir í tilkynningu frá Stjórnarráðinu. Eftirtaldar verslanir fengu styrki:

Bakka­Búðin ehf., Reykhólum: 5 m.kr. rekstrarstyrkur

Verzlunarfjelag Árneshrepps: 3 m.kr. rekstrarstyrkur

Hríseyjarbúðin: 2,5 m.kr. styrkur til endurbóta og sjálfvirknivæðingar

North East Travel ehf., Bakkafirði: 1,5 m.kr. rekstrarstyrkur

Gunnubúð ehf., Raufarhöfn: 3 m.kr. styrkur til endurbóta

Verslunarfélag Drangsness: 2 m.kr. rekstrarstyrkur.

Kolefnismarkaðir fá lagalega umgjörð
Fréttir 2. janúar 2025

Kolefnismarkaðir fá lagalega umgjörð

Lagt er til að hugtakið kolefniseining verði skilgreint í lögum og að þær verði ...

Búsæld seldi KS- hlutinn í heild
Fréttir 30. desember 2024

Búsæld seldi KS- hlutinn í heild

Búsæld seldi hlut sinn í Kjarnafæði Norðlenska (KN) í heild til Kaupfélags Skagf...

Styrkir til verslana
Fréttir 30. desember 2024

Styrkir til verslana

Sex dagvöruverslanir í minni byggðarlögum kringum landið hlutu styrki frá innvið...

Jólatrjáalundur hreindýrabóndans
Fréttir 27. desember 2024

Jólatrjáalundur hreindýrabóndans

Stefán Hrafn Magnússon, hreindýrabóndi í Grænlandi, hefur gróðursett tré á landi...

Kyngreining sæðis hafin
Fréttir 27. desember 2024

Kyngreining sæðis hafin

Við Nautastöð Bændasamtaka Íslands á Hesti í Borgarfirði hefur verið komið upp f...

Áskrift að Bændablaðinu 2025
Fréttir 27. desember 2024

Áskrift að Bændablaðinu 2025

Gefin eru út 23 tölublöð af Bændablaðinu ár hvert. Upplagi þess er dreift um all...

Jólakveðja
Fréttir 24. desember 2024

Jólakveðja

Ritstjórn Bændablaðsins óskar lesendum um land allt gleðilegra jóla og farsældar...

Lækkað áburðarverð
Fréttir 23. desember 2024

Lækkað áburðarverð

Fyrsta áburðarverðskráin hefur verið gefin út fyrir næsta ár.