Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 mánaða.
Lækkað áburðarverð
Fréttir 23. desember 2024

Lækkað áburðarverð

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Fyrsta áburðarverðskráin hefur verið gefin út fyrir næsta ár.

Sláturfélag Suðurlands (SS) gaf út verðskrá fyrir Yara-áburð 4. desember og er verðlækkun frá síðustu skrá fimm prósent yfir vörulínuna.

Alexander Áki Felixson.

Alexander Áki Felixson, deildarstjóri búvörudeildar hjá SS, segir að áburðarverð hafi náð hámarki í apríl 2022, eftir að hafa hækkað hratt í kjölfar innrásar Rússlands í Úkraínu í byrjun árs 2022. „Síðan lækkaði áburðarverð allt fram í byrjun árs 2024 og hefur hin mikla verðhækkun í raun gengið til baka. Áburðarverð hefur síðan haldist nokkuð stöðugt á þessu ári,“ segir hann.

Að sögn Alexanders er SS með gott og traust viðskiptasamband við Yara, sem framleiðir sinn eigin áburð. „Áætlanir um framleiðslu áburðar og flutning til landsins í vor liggja fyrir. Við fáum áburð frá verksmiðjum Yara í Noregi, Finnlandi og Þýskalandi. Um er að ræða einkorna áburð sniðinn að ræktunarþörf hér á landi.

SS flytur einnig inn kalk frá Noregi sem hefur reynst mjög hagkvæmur kalkgjafi en kölkun hefur mikil og jákvæð áhrif á áburðarnýtingu.

Með því að kalka og viðhalda réttu sýrustigi í jarðvegi næst að hámarka aðgengi og upptöku næringarefna sem myndar grundvöll fyrir gott gróffóður. Verð á kalki hefur verið óbreytt frá árinu 2021.

Skylt efni: áburðarverð

Upplýsingar uppfærðar um lambakjöt
Fréttir 14. mars 2025

Upplýsingar uppfærðar um lambakjöt

Eitt af þróunarverkefnum búgreina sem nýlega var veittur styrkur úr matvælaráðun...

Tangi besta nautið
Fréttir 14. mars 2025

Tangi besta nautið

Tangi 18024 frá Vestra-Reyni undir Akrafjalli hlaut nafnbótina besta naut fætt á...

Áform dregin til baka
Fréttir 13. mars 2025

Áform dregin til baka

Áform fjármála- og efnahagsráðherra um frumvarp til breytingar á tollalögum, þar...

Kvíaból fyrirmyndarbú ársins
Fréttir 13. mars 2025

Kvíaból fyrirmyndarbú ársins

Kvíaból í Köldukinn var útnefnt fyrirmyndarbú nautgripabænda árið 2025 á deildar...

Lyfta heildinni með samstarfi
Fréttir 12. mars 2025

Lyfta heildinni með samstarfi

Eitt af helstu málunum sem voru rædd á fundi loðdýrabænda var áætlun um dýraskip...

Hrossabændur vilja aðkomu að búvörusamningum
Fréttir 12. mars 2025

Hrossabændur vilja aðkomu að búvörusamningum

Nokkuð fámennt var á fundi hrossabænda á deildarfundi búgreina en þar var rætt u...

Búvélasali nýr formaður FA
Fréttir 12. mars 2025

Búvélasali nýr formaður FA

Friðrik Ingi Friðriksson, forstjóri og eigandi Aflvéla og Burstagerðarinnar, var...

Vill sjá fæðuöryggi rætt á matvælaþingi
Fréttir 11. mars 2025

Vill sjá fæðuöryggi rætt á matvælaþingi

Í hugtakinu fæðuöryggi felast mörg og ólík viðfangsefni. Þau voru rædd á málþing...