Óskað hefur verið eftir markmiðum um minnkun textílúrgangs og frekara
eftirlits með útflutningi notaðrar vefnaðarvöru.
Óskað hefur verið eftir markmiðum um minnkun textílúrgangs og frekara eftirlits með útflutningi notaðrar vefnaðarvöru.
Mynd / Maite Onate
Líf og starf 17. mars 2025

Nauðsyn samvinnu

Höfundur: Sigrún Pétursdóttir

Árið 2025 ýtir úr vör þungum róðri tískuiðnaðarins þar sem nýsköpun og sjálfbærni eru mikilvægari en nokkru sinni fyrr. Blasa við bæði gríðarleg verkefni og tækifæri til umbreytinga.

Skófatnaður, eða efni í skó, hefur verið í mikilli þróun síðastliðin ár og tilraunir gerðar m.a. með vinnslu þörunga, sveppaleðurs eða ávaxta, þá bæði í það sem mætti kalla striga- eða leðurskó. Þrátt fyrir ágætis þróun í þessum málum standa skóframleiðendur enn frammi fyrir ýmsum áskorunum þegar kemur að ferli hringrásarhagkerfisins í hönnunarferlinu. Hefðbundin skósmíði sem byggir oftar en ekki á flóknum efnablöndum og límkvoðum hefur lengi hindrað endurvinnslu svo eitthvað sé nefnt. Þó glittir í frekari framrás og byltingu sjálfbærra efna og framleiðslutækni og gaman að segja frá því að þar standa fremst rótgrónir leikmenn til jafns við djörf sprotafyrirtæki. Í sameiningu eru þessir ástríðufullu skóhönnuðir að endurskilgreina hvað er mögulegt og hvað ekki, auk þess að ryðja brautina enn frekar fyrir hringrásarkerfi skófatnaðar.

Lengri líftími í kortum

Efnisstrangar eru í auknum mæli framleiddir úr endurunnum fatnaði, afskurðum og úr hinum ýmsu tilraunum með gjafir nátttúrunnar (þá á borð við efni sem verið er að þróa í skógerðinni).

Svæðisbundnar innkaupa- og endurvinnslustöðvar eru að verða lykilatriði við uppbyggingu vefnaðariðnaðarins, enn og aftur með hringrásarkerfið í huga. Auk þess eru þau skref sem fyrirtæki stíga í átt að öflugum aðfangakeðjum að verða sífellt áþreifanlegri og uppfylla fleiri og fleiri kröfur löggjafans sem og væntingar neytenda um sjálfbærni.

Til viðbótar er lögð enn frekari áhersla á að hönnun og framleiðsla sé með þeim hætti að hægt sé að endurnota og gera við vöruna til að lengja líftíma hennar.

Með það í huga er áhugavert að samkvæmt Umhverfisstofnun Evrópu eru aðeins eitt prósent af notuðum fötum endurunnin.

Losun og takmörkun úrgangs

Staðan í dag er ekki þannig að um háleitan metnað sé að ræða þegar kemur að losun og takmörkun úrgangs, heldur nauðsyn. Strangari löggjöf hefur ýtt á og ýtir nú enn fastar á að tískuiðnaðurinn takist á við áskoranir sínar þegar kemur að úrgangi.

Forsvarsmenn vefnaðar og tísku hafa eitthvað tekið við sér að undanförnu og hefur heyrst af víðtækri endursölu varnings, gervigreindarknúinni flokkunartækni og öllu þar á milli.

Þegar iðnaðurinn glímir við að reyna að koma málum sínum og markmiðum áfram eru sameiginlegar aðgerðir og góð samvinna nauðsyn. Þar koma inn í hinir ýmsu þættir, allt frá aðbúnaði bænda sem framleiða bómull, hör eða annað til vefnaðar, umhverfisvæn framleiðsla og vaxandi þrýstingur á birgja til að flýta fyrir grænum umskiptum.

Fjárfestingar koma einnig sterkar inn og reglur þegar kemur að áhættufjármögnun munu kalla á aukinn aga meðal sprotafyrirtækja sem þurfa að geta sannað sig og velferð sína þegar kemur að umhverfissjónarmiðum.

Nýleg stefna Evrópusambandsins

ESB lagði fram hugmyndir um breytingar á reglum um textílúrgang í mars 2024. Þar var ákveðið, við endurskoðun tilskipunar um úrgang, að tekin yrði upp aukin ábyrgð framleiðenda.

Þetta þýðir að framleiðendur vefnaðarvöru, svo sem fatnaðar, skótaus, fylgihluta, auk annarra fyrirtækja sem setja slíkar vörur á innri markað Evrópu, þurfa að standa straum af kostnaði við sérsöfnun, flokkun og endurvinnslu.

Einnig hefur verið óskað eftir markmiðum um minnkun textílúrgangs og frekara eftirlits með útflutningi notaðrar vefnaðarvöru. Síðast en ekki síst hefur verið kallað eftir betri innviðum fyrir sérsöfnun vefnaðarvöru og skilvirkari flokkun á sorpi frá sveitarfélögum á heimsvísu, þannig að hlutir á borð við textíl sem hægt er að endurvinna séu dregnir út áður en þeir eru sendir til brennslu eða urðunar.

Nauðsyn samvinnu
Líf og starf 17. mars 2025

Nauðsyn samvinnu

Árið 2025 ýtir úr vör þungum róðri tískuiðnaðarins þar sem nýsköpun og sjálfbærn...

Úr sveit á sigurbraut
Líf og starf 17. mars 2025

Úr sveit á sigurbraut

Systkinin Árný Helga og Stefán Þór Birkisbörn voru meðal keppenda á Vetrarólympí...

Fjölnir Íslandsmeistari skákfélaga 2025
Líf og starf 17. mars 2025

Fjölnir Íslandsmeistari skákfélaga 2025

Íslandsmóti skákfélaga lauk um liðna helgi í Reykjavík. Skákdeild Fjölnis varð Í...

Nýir Íslandsmeistarar
Líf og starf 14. mars 2025

Nýir Íslandsmeistarar

Landsliðsmennirnir Sigurbjörn Haraldsson og Magnús Magnússon urðu Íslandsmeistar...

Góður í dreifbýli og borg
Líf og starf 13. mars 2025

Góður í dreifbýli og borg

Bændablaðið fékk til prufu nýjan rafmagnsbíl af gerðinni Polestar 3. Þessi bílat...

Ljóðskáld á tíræðisaldri
Líf og starf 12. mars 2025

Ljóðskáld á tíræðisaldri

Ásmundur Magnús Hagalínsson hefur gefið út sína fyrstu ljóðabók, en hann er nýor...

Stjörnuspá vikunnar
Líf og starf 10. mars 2025

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn kemur sterkur inn í næstu vikur. Hann þarf að nýta krafta sína vel o...

Nýburagjafir vekja lukku
Líf og starf 5. mars 2025

Nýburagjafir vekja lukku

Nokkur sveitarfélög halda uppi þeirri skemmtilegu hefð að gefa nýburum ársins í ...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f