Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 mánaða.
Kvíaból í Köldukinn er ákaflega vel upp byggt bú, byggingar reisulegar, skipulega raðað og snyrtimennska og mikill myndarbragur viðhafður í hvívetna.
Kvíaból í Köldukinn er ákaflega vel upp byggt bú, byggingar reisulegar, skipulega raðað og snyrtimennska og mikill myndarbragur viðhafður í hvívetna.
Mynd / Aðsend
Fréttir 13. mars 2025

Kvíaból fyrirmyndarbú ársins

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Kvíaból í Köldukinn var útnefnt fyrirmyndarbú nautgripabænda árið 2025 á deildarfundi NautBÍ.

Á Kvíabóli búa þau Haukur Marteinsson og Ingiríður Hauksdóttir og stunda þar mjólkurframleiðslu ásamt framleiðslu nautakjöts auk gras- og kornræktar.

Í rökstuðningi með viðurkenningunni kemur fram að árangur búsins hafi vakið eftirtekt, kýrnar mjólki með miklum ágætum og meðalnyt hafi verið yfir 7 þús. kg undanfarin ár, eða vel yfir meðaltali landsins.

„Árangur í framleiðslu nautakjöts hefur ekki verið síðri en þar hefur búið skipað sér í fremstu röð þrátt fyrir að framleiðslan byggi einkum á alíslenskum gripum. Sem dæmi eru 97 gripir sem fargað hefur verið á síðustu 12 mánuðum með ríflega 290 kg fallþunga við 590 daga aldur sem er fyllilega sambærilegt við árangur búa sem byggja sína framleiðslu á holdablendingum,“ sagði Rafn Bergsson, formaður búgreinadeildar nautgripabænda, þegar hann veitti þeim Hauki og Ingiríði viðurkenninguna.

Hægt verður að fylgjast með búskapnum á Kvíabóli á Instagram Bændablaðsins næstu daga en viðtal við Ingiríði og Hauk má nálgast HÉR.

Ingiríður Hauksdóttir og Haukur Marteinsson veittu viðurkenningunni viðtöku. Mynd / ghp

Vinnuaðferðum skilað til nýrrar kynslóðar
Fréttir 15. desember 2025

Vinnuaðferðum skilað til nýrrar kynslóðar

Út eru komnar þrjár bækur um verk Gunnars Bjarnasonar húsasmíðameistara sem smíð...

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu
Fréttir 11. desember 2025

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu

Ný rannsókn Matís sýnir að kolefnisspor helstu íslenskra matvæla – mjólkur, kjöt...

Þörungakjarni með mörg hlutverk
Fréttir 11. desember 2025

Þörungakjarni með mörg hlutverk

Undirrituð hefur verið formleg viljayfirlýsing um stofnun Þörungakjarna á Akrane...

Húsaeiningar frá Noregi
Fréttir 9. desember 2025

Húsaeiningar frá Noregi

Nýlega komu um tvö þúsund fermetrar af svonefndum „Modulum“, sem eru forsmíðaðar...

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni

Alþingi hefur samþykkt framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár til ársins 2029. Um tí...

Gervigreind í Grímsnesi
Fréttir 9. desember 2025

Gervigreind í Grímsnesi

Grímsnes- og Grafningshreppur tekur nú þátt í þróunarverkefni í samstarfi við up...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti
Fréttir 8. desember 2025

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti

Niðurstöðu COP30 sem fram fór í Brasilíu í nóvember hefur verið lýst sem lægsta ...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f