Áskrift að Bændablaðinu 2025
Gefin eru út 23 tölublöð af Bændablaðinu ár hvert. Upplagi þess er dreift um allt land og geta lesendur því nálgast eintak af blaðinu frítt. Dreifingarstaði blaðsins má nálgast á vefnum okkar, bbl.is.
Til þess að tryggja sér eintak af blaðinu mælum við með að gerast áskrifandi. Áskrifendur fá þá eintak af blaðinu sent heim að dyrum gegnum þjónustuaðila.
Hægt er að gerast áskrifandi gegnum vefsíðuna bbl.is eða með því að hringja til okkar í s. 563-0300. Árgjald áskriftar árið 2025 verður 18.500 kr. og er kostnaður þá 804 krónur fyrir hvert blað . Áskriftaverð fyrir eldri borgara og öryrkja er lægra, eða 14.800 krónur fyrir árið.
Þeim sem þykir ekki verra að lesa blöð á vefnum er bent á að PDF-áskrift Bændablaðsins er gjaldfrjáls, en hægt er að skrá sig í áskrift á forsíðu Bændablaðsvefsins, bbl.is. Áskrifendur fá þá póst um leið og blaðið kemur út.
Fyrsta Bændablað ársins 2024 kemur út 9. janúar en útgáfudaga ársins má nálgast á vef okkar, bbl.is.